List í þágu friðar 2012

0
495

Samkeppni fyrir börn og unglinga

artforpeace feb1List í þágu friðar 2012 er ný samkeppni ætluð börnum og unglingum á aldrinum fimm til sautján ára sem hefur verið hleypt af stokkunum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þátttakendur eiga að horfa á myndband á netinu og nota síðan ímyndunarafl sitt til að draga upp mynd af kjarnorkuvopnalausum heimi.

Heimilt er að teikna, mála, rissa, nota penna, tréliti, vaxliti, kol, oliu- vatns- eða akrílliti. Ekki er hins vegar heimilt að nota ljósmyndir eða tölvur við myndvinnsluna. Hlaða ber afrakstrinum á vefsíðu keppninnar http://www.unartforpeace.org á ljósmynd eða skannaðri síðu.

Tekið verður tillit til þátta eins og sköpnunargleði, uppbyggingu, þema og tækni við val á bestu verkunum. Myndir sem berast í keppnina verða sýndar á heimasíðunni, þannig að þátttakendur geta deilt friðarboðskap sínum með vinum, fjölskyldu og heiminum öllum.  

Keppt er í þremur aldursflokkum 5-8, 9-12, 13-17

Fjórir efstu í tveimur yngri aldursflokkunum fá myndir sínar birtar í dagatali Sameinuðu þjóðanna og fá í verðlaun tæki og tól til að sinna myndlistinni. Peningaverðlaun eru svo í boði í tveimur eldri aldursflokkunum.  Fyrstu verðlaun eru $500 (andvirði um 61.500 ísl.króna), önnur verðlaun $300 (andvirði um 36.900 ísl. króna), þriðju verðlaun $200 (andvirði um 24.600 ísl.króna) og fjórðu verðlaun  $100 (andvirði um 12.300 ísl.króna).

Atkvæði verða greidd á Facebook síðu UN Peace Day Facebook: http://www.facebook.com/unpeaceday

Myndbandið, keppnisreglur og hleðsluform er að finna á vefsíðunni  http://www.unartforpeace.org

Það er Afvopnunarskrifstofa Sameinuðu þjóðanna sem stendur fyrir keppninni.