Ekki bara ísbirnir heldur líka fólk

Klimaforandringerne Foto Ásgeir Pétursson

11. ágúst 2016. Alþjóðlegur dagur frumbyggja er haldinn 9. ágúst ár hvert og í tilefni af því fjallar Norræna fréttabréf UNRIC um Grænland. Við birtum líka valdar greinar úr því á fréttasíðunni: 

Ísúr Ólafs Elíassonar og Minik Rosing, var án efa ein minnistæðasta uppákoman á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París 

COP21 Eliasson
Íslensk-danski listamaðurinn Ólafur Elíasson og grænlenski vísindamaðurinn Minik Rosing tóku höndum saman um að flytja tólf ísjaka frá Grænlandi til Parísar þar sem þeim var raðað upp eins og vísum á klukku fyrir utan Panthéon.

Indigenous logo2016

Þar minntu grænlensku ísjakarnir á hve skamman tíma heimurinn hefur til að bregðast við hlýnun jarðar þar sem þeir bráðnuðu fyrir utan Panthéon sem hýsir jarðneskar leifar franskra mikilmenna á 

borð við Victor Hugo, Voltaire og Rousseau.

Grænlensku ísjakarnir áttu að vera áminning til samningamanna á COP21 um hvaða afleiðingar loftslagsbreytingar hefðu og því kann það að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að Naalakkersuisut, grænlenska heimastjórnin, lýsti því yfir í apríl síðastliðnum að hún myndi ekki verða aðili að Parísar-samkomulaginu.

Norhtern lights1Ekkert sjálfstæði með COP21

Vittus Qujaukitsoq, ráðherra efnahags- og utanríkismála sagðist harma að lagalega bindandi ákvæði um rétt frumbyggja til þróunar hafi ekki verið tekið inn í samkomulagið. Hann sagði að þar sem ekki hefði fundist lausn innan danska ríkisins sem tæki tillit til efnahagsþróunar eyjarinnar, gæti Grænland ekki orðið aðili.

„Af þessum sökum höfum við nú ákveðið að við munum gera fyrirvara fyrir okkar landsvæðið,“ segir Qujaukitsoq. „Efnahagslega höfum við enga aðra kosti en olíu og námagröft.“

Hvort tveggja myndi án efa auka tekjur ríkiskassans og þoka Grænlandi nær því að vera í stakk búið til að lýsa yfir sjálfstæði, en um leið auka losun efna sem valda gróðurhúsaáhrifum og þar með loftslagsbreytingum.

Kapløb Kai Holst Foto Ásgeir PéturssonKai Holst Andersen, næstráðandi hans í utanríkismáladeildinni segir hreint út að það myndi kosta Grænlendinga hundruð milljóna dollara að skrifa undir „Og við yrðum aldrei sjálfstæð.“

Loftslagsbreytingar eru svo sannarlega staðreynd norðurslóðum og hafa haft mikil áhrif á Grænlandi.

„Loftslagsbreytingar, sem eru afleiðingar losunar ríkra landa á lofttegundum, sem valda gróðurhúsaáhrifum, vald því að ísinn við norðurheimskautið er á undanhaldi og það er litið sem íbúarnir á norðurslóðum geta gert,“ segir Holst Andersen í viðtali við norræna fréttabréf UNRIC. 

Greenland UN boatsÞegar ísinn hverfur

„Við horfum upp á ísinn hverfa og eftir 50 ár verður hægt að sigla þvert yfir heimskautið að sumri til. Við verðum að horfast í augu við þessar staðreyndir og aðlagast þeim. Þetta eru staðreyndir sem hafa mikil áhrif á líf okkar og við verðum að haga okkur í samræmi við það.“

Afleiðingarnar fyrir daglegt líf Grænlendinga eru gríðarlegar, ekki síst fyrir veiðimenn. Hundruð eða jafnvel þúsund ára gamlar hefðir eiga í vök að verjast og gætu horfið með öllu.

„Loftslagsbreytingarnar gerast svo hratt að erfitt er að aðlaga veiðiaðferðirnar,“ segir aðstoðar-ráðherrann.  „ Víða eru hundasleðar ónothæfir til Greenland UN dog sleighsamgangna því isinn er horfinn. Og þegar ísinn hverfur þá geta veiðimenn ekki veitt. Hefðbundnar veiðiaðferðir Grænlendinga krefjast þess að þú ferðist langar vegalengdir til að ná dýrunum, þannig að loftslagsbreytingar setja stórt strik í reikninginn.”

Þúsund ára hefðir í hættu

Lena Kielsen Holm1Lene Holm Kielsen, fræðimaður hjá grænlensku náttúrufræðistofnuninni hefur ferðast um allt Grænland til að rannsaka afleiðingar loftslagsbreytinga. „Ísinn hefur breyttst og það sést með berum augum“, segir hún í samtali við fréttaréfið.

Hún segir að sums staðar hafi veiðin minnkað svo mikið að veiðimenn geti ekki lengur fóðrað hunda sína og hafi neyðst til að lóga þeim.
Það er kaldhæðni örlaganna að lúða og þorskur veiðist nú norðar en áður, sökum loftslagsbreytinga. Það er auðvitað búhnykkur, enda áttu heimamenn í vök að verjast vegna andúðar umhverfisverndarsinna á ísbjarnar-, sel-, og hvalveiðum.

Greenland UN 1„Á þessum slóðum eru nú bara hundrað veiðimenn og ég sé nú ekki hvernig þeir geta valdið útdauða heilla tegunda,“ segir Lene Holm Kielsen.
Alþjóðasamfélagið, fjölmiðlar og almannasamtök hafa einblínt á afleiðingar bráðnunar Grænlandsjökuls á heiminn í heild sinni. Grænlendingar eru hins vegar sjálfir fremstir á víglinu þessara tröllauknu atburða.

Ísbirnir eru oft notaðir sem tákn í baráttu umhverfissinna, en Kai Holst Andersen segir það oft gleymast að milljónir manna búi á norðurslóðum.

Fleira en ísjakar á norðurslóðum

„Við verðum oft fyrir barðinu á þrýstingi almannasamtaka, en að moti okkar og annara Inúíta og Flickr Martha de Jong Lantink Attribution NonCommercial NoDerivs 2.0 Genericfrumbyggja í kringum norðurheimskautið, hafa þeir tilhneigingu til að gleyma fólkinu sem býr hér. Markmið þess að vekja fólk til vitundar um þróunina á Norðurslóðum ætti ekk að vera að bjarga ísjökum og ísbjörnum, heldur að bjarga þúsund ára gömlum hefðum og lífsstíl sem eru í útrýmingarhættu. Dýralífið er hluti af þessu en það er maðurinn líka og hann lifir í tengslum við dýrin. En mér finnst eins og að kjarni sjálfbærrar þróunar týnist á leiðinni og þegar komið er á Norðurslóðir snúist málflutningur alþjóðasamfélagsins um að vernda ísjaka.“

Greenland UN dog sleigh2Lene Kielsen Holm tekur í sama streng og segir að það sé mikilvægt að fræðimenn eins og hún sjái til þess að viska fyrri kynslóða gleymist ekki.
„Því ef við gerum það ekki í dag, varðveitir enginn þetta fyrir komandi kynslóðir. Veiðin minnkar og minnkar og ef svo heldur áfram sem horfir, þá mun hluti af okkar menningu hverfa með henni. Ég kvíði því að vitneskja veiðimanna- og fiskimann um umhverfi sitt, hverfi, vegna þess að hún verði gagnslaus nú þegar aðstæður breytast. Hættan er sú að þekking deyi út, nú þegar eldri kynslóðin hverfur.“

Myndir:
1. Ísjaki.Ásgeir Pétursson
2. Ísúrið í París, desember 2015.Studio Ólafur Elíasson.
3. Norðurljós. Ásgeir Pétursson.
4. Kai Holst Andersen. UNRIC/Árni Snævarr
5. Fiskibátar. UN Photo/Mark Garten.
6. Hundasleði. UN Photo/Mark Garten.
7. Lene Holm Kielsen. UNRIC/Árni Snævarr.
8. Gænleskar konur í hátíðarbúningi.UN Photo/Mark Garten.
9. Ísbirnir. Flickr – Martha de Jong-Lantink – Attribution-NonCommercial-NoDerivs 2.0
10. Hundasleði. UN Photo/Mark Garten.