SÞ og ÖSE gagnrýna Tyrki harðlega

0
489
Tyrkland World bank1

Tyrkland World bank1

29.júlí 2016. Fjölmiðlasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna og ÖSE gagnrýna harðlega aðgerðir stjórnvalda í Tyrklandi gegn fjölmiðlum eftir valdaránstilraunina í landinu.

Þremur fréttastofum, 16 sjónvarpsstöðvum, 23 útvarpsrásum, 45 blöðum og 15 tímaritum hefur verið lokað, að sögn skrifstofu Mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna (OHCHR). Frá valdaránstilrauninni hefur verið gefin út handtökuskipun á hendur 89 blaðamönnum, aðgangur að 20 fréttavefjum verið heftur, starfsleyfi 29 útgáfufyrirtækja hafa verið ógild og sama má segja um skrásetningu blaðamanna.

„Handtökur blaðamanna log lokun fjölmiðla er meiriháttar áfall fyrir opinbera umræðu og aðhald að stjórnvöldum,“ segja sérfræðingarnir David Kaye, sérstakur fulltrúi Sameinuðu þjóðann um tjáningarfrelsi og Dunja Mijatovic, fulltrúi ÖSE (Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu) um frelsi fjölmiðla í yfirlýsingu.

„Við hvetjum tyrknesk stjórnvöld eindregið til að endurskoða þessar ákvarðanir og standa við skuldbindingar sínar um að virða frelsi fjölmiðla.“

Fjölda menntastofnana, fræðasetra, skóla og almannasamtaka hefur verið skipað að loka með tilskipunum sem gefnar hafa verið út í samræmi við neyðarástandslög.

„Valdánstilraunin réttlætir ekki slíkar víðtækar árásir og þöggun nærri allra radda. Ekki er látið við það sitja að þagga niður í gagnrýnendum heldur öllum röddum, einnnig í röðum fræða og blaðamennsku,” segir David Kaye fulltrúi Sameinuðu þjóðanna.

„Þessar ákvarðanir eru umfangsmiklar og teknar í bráðræði, og engin tilraun gerð til að beita „Það er ljóst,“ segir Dunja Mijatovic hjá ÖSE, „að þessi bylgja takmarkana gegn fjölmiðlum stenst ekki ákvæði alþjóðlegra staðla, jafnvel þótt tekið sé tillit til neyðarástands.“

Mynd: Gata í Istanbul. Mynd: Alþjóðabankinn.