Stórauka þarf aðgerðir til aðlögunar loftslagsbreytingum

0
502
COP26
Mynd: Yoda Adaman/Unsplash

Brýnt er að veita auknu fjármagni til aðlögunaraðgerða vegna loftslagsbreytinga, að þv er fram kemur í nýrrki skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP).

Í skýrslunni (The Adaptation Gap Report 2021: The Gathering Storm) er komist að þeirri niðurtöðu að þótt unnið hafi verið víða að stefnumótun og áætlunum til að aðlagast loftslagsbreytingum, séu þær ófjármagnaðar og framkvæmd skammt á veg komin.

COP26
Mynd: Egor Gordeev/Unsplash

Skýrslan var tekin saman í tilefni COP26, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem stendur yfir í Glasgow. Í skýrslunni segir að tækifæri hafi verið glatað til að nota fjárhagslega endurreisn eftir COVID-19 faraldurinn til að hjálpa ríkjum við að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga, svo sem þurrka, ofsaveður og gróðurelda.

UNEP hvetur til þess að veitt sé auknu fjármagni til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga.

„Ófullnægjandi agerðir til að draga úr losun gastegunda sem valda gróðurhúsalofttegunda fanga athygli heimsins, en það þarf einnig að lyfta grettistaki til að aðlagast loftslagsbreytingum,“ segir Inger Andersen forstjóri Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP).

Miklar aðgerðir þótt allri losun væri hætt

COP26
Mynd: Redcharlie/Unsplash

„Jafnvel þótt allri losun væri hætt strax í dag, yrðu afleiðingar loftslagsbreytingar áþreifanlegar í marga áratugi.“

Eins og staðan fyrirheita í samræmi við Parísarsamninginn eru nú, mun jörðin hitna sem nemur 2.7°C fram að aldamótum. Jafnvel þótt markmið um 1.5°C til 2°C næðust væru afleiðingar loftslagsbreytinga alvarlegar.

Í skýrslunni er getum að því leitt að kostnaður við loftslags-aðlögun í heiminum kunni að nema 140-300 milljörðum Bandaríkjadala á ári fram að 2030 og 280-500 milljörðum til 2050 og er þá einungis þróunarríki tekin með í reikninginn.