Verndun skóga: ríki og fyrirtæki taka höndum saman

0
616
COP26: endurreisn skóga
COP26: endurreisn skóga

Tilkynnt var um tímamóta-samkomulag um verndun og endurreisn skóga í heiminum á öðrum degi umræðna leiðtoga á COP26, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.

Auk samkomulagsins tilkynntu jafnt opinberir- sem einkaaðilar um skuldbindignar til að berjast gegn loftslagsbreytingum, hamla ágangi á fjölbreytni lífríkisins, kveða hungurvofuna niður og vernda réttindi frumbyggja.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands skýrði frá því að 110 ríki sem hýstu 85% skóga jarðar, hefðu undirritað sameiginlega yfirlýsingu. Í henni heita þau því að stöðva eyðingu skóga og snúa við blaðinu frá og með 2030.

„Vendun skóga er ekki einungis aðgerð í þágu loftslagsins heldur ávísun á velmegun í framtíðinni,“ sagði hann.

Vladimir Putin forseti Rússlands og Jair Bolsonaro forseti Brasilíu sendu fundinum ávörp á myndbandi.

„Undirritun yfirlýsingarinnar er auðveldi hlutinn. Það sem skiptir mestu er að hrinda markmiðum hennar í framkvæmd í þágu plánetunnar og íbúa hennar,“ sagði António Guterres aðalframkvæmastjóri Sameinuðu þjóðanna á twitter.

Í yfirlýsingunni er kveðið á um að efla sameiginlega viðleitni við að vernda skóga og önnur vistkerfi jarðar. Hraða ber endurreisn þeirra og greiða fyrir sjálfbærum stefnumiðum í viðskiptum og þróun.

Fjármögnun hefur hingað til verið vandinn, en góðar fréttir voru tilkynntar á fundinum. Alls munu ríki og einkaaðilar verja 12 milljörðum Bandaríkjaala til að vernda skóga.

„Þetta er hæsta framlag opinbers fjár til loftslagsaðgerða í sögunni. Bindum enda á þetta hnattræna vélsagarbrjálæði,“ sagði Boris Johnson.

Frumsýnt var á fundinum myndband um gldi skóga með þátttöku sjónvarpsmannsins Davids Attenborough.