Vatn: birtingarmynd loftslagsbreytinga

0
498
water cop22

water cop22

10.nóvember 2016. Það er ýmist í ökla eða eyra í heiminum í dag: þar sem þurrkar herja ekki á heimamenn, flæða ár yfir bakka sína.

Áhrif loftslagsbreytinga sjást best í þeim öfgum sem felast í skyndilegum skorti eða ofgnótt af vatni; breyttu regn-mynstri, þrátlátum þurrkum og flóðum og annars konar öfgakenndu veðurfari.

Vatn gegnir þýðingarmiklu hlutverki í aðlögun vegna loftslagsbreytinga, enda er vatn nefnt á meðal aðalviðfangsefna í 93% landsáætlana í tengslum við Parísarsamkomulagið um loftslagsbreytingar. http://newsroom.unfccc.int/climate-action/action-on-water-and-climate-needed-for-paris-implementation-and-climate-justice/

Aðgangur að vatni skiptir sköpum til að tryggja fæðuöryggi, heilsu mannsins, orkuframleiðslu, iðnframleiðslu, fjölbreytni lífríkisins, auk frumþarfa. Að tryggja öruggan aðgang að vatni, felur einnig í sér öryggi á öllum framangreindum sviðum.

Logo COP22 919x650„Vatn tengir allt. Sum ríki fá 97% orkunotkunar úr endurnýjanlegum orkugjöfum þökk sé vatni. Það hefur áhrif á allt; framþróun mannsins, menntun, heilsu, stöðugleika og fæðuöryggi,“ sagði Hakima el Haité, umhverfisráðherra Marokkó á sérstökum degi helguðu vatni á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP22) sem nú stendur yfir í Marrakech í Marokkó.
Marokkóstjórn og bandaríki hennar gáfu út „bláa bók“ um vatn og loftslag á ráðstefnunni. Þar er lagt til að alþjóðasamfélagið viðurkenni að vatn sé „fyrsta fórnarlamb“ loftslagsbreytinga og samin verði aðgerðaáætlun fyrir vatn.
Sjö af þeim tíu löndum sem eiga mest í vök að verjast vegna vatns eru í Afríku.

Allt um vatn á COP22 hér.

Um norræna básinn á COP22 hér.