Taktu þér pásu áður en þú deilir

0
642
Pásu-herferðin
Skorað er á fólk að taka sér andartaks pásu áður en efni er deilt til að forðast rangfærslur og villandi upplýsingar.

Flest okkar deilum efni á samskiptamiðlum í góðum hug. Ýmist til að uppfræða, vera fyndin eða styðja málstað. Það er ekkert athugavert við að deila slíku með öðrum.

Rangfærslur, hatursorðræða og gervifréttir haga sér eins og veira. Þessi fyrirbæri leita að veikum blettum á okkur. Hlutdrægni okkar. Fordómum okkar. Tilfinningum okkar.

Og rétt eins og þegar veirur eiga í hlut er öflugasta leiðin til að stöðva villandi upplýsingar er að stöðva útbreiðslu þeirra.

Verified

Pásu-herferð
Ertu alveg viss?

30.júní mun herferð Sameinuðu þjóðanna “Staðreynt (Verified)” leitast viðað fylkja liði fólks um allan heim og biðja það um að taka afstöðu gegn rangfærslum með því að taka sér „pásu” – staldra við.

Við biðjum fólk um að gera eftirfarandi 30.júní:

  • Við skorum á ykkur að nema staðar áður en þið deilið og minna aðra á að gera hið sama. Myllumerkið á ensku er: #takecarebeforeyoushare
  • Deilið frásögnum, dæmum og vintisburði um áhri rangra frétta og villandi upplýsinga á ykkur og starf ykkar.
  • Deilið efni frá Sameinuðu þjóðunum um þennan dag; sjá t.d. hér: https://www.shareverified.com/en

Pásuherferðin (pause.) er ekki ætlað að kenna fólki að lesa fjölmiðla heldur að sá fræjum nýrrar hegðunar með því að hvetja fólk til að íhuga hvernig það deilir efni á samskiptamiðlum. Hún miðar að því að auka meðvitund fólks um það hvernig milljónir eða jafnvel milljarðar manna ýta í hugsunarleysi á takka og áframsenda rangfærslur og villandi upplýsingar.

Veldi tilfinninganna

Rannsóknir sýna að drifkrafturinn á bakvið áframsendingar efnis er tilfinningalegs eðlis. Rangar fréttir og villandi upplýsingar eru hannaðar með það í huga að vekja tilfinningalegt umrót og með þeim hætti ferðast þær hraðar en staðreyndir. “Pásan” miðar að þvi að fá fólk tl að láta tilfinningalegt umrót ganga yfir áður en það þeir oft og tíðum villandi efni.

Það hefur aldrei verið brýnna að hægt sé að treysta þvi efni sem er á netinu. Við biðjum þig, lesandi, um að ganga til liðs við okkur hjá Sameinuðu þjóðunum í þessum tilgangi.

Pause.

#takecarebeforeyoushare

Gangið til liðs við Staðreynt (Verified) herferðina) og gerist sjálfboðaliðar í þágu ábyggilegra upplýsinga, sjá hér: https://www.shareverified.com/en

Veriified. Sannreynt