Teiknisamkeppni um kjarnorkuvopnalausan heim

0
522

Óskarsverðlaunahafi hvetur börn til þátttöku

michaeldouglasMichael Douglas á blaðamannafundi hjá SÞ. SÞ-mynd/E.Debebe

21. febrúar 2012. Leikarinn Michael Douglas, friðarsendiboði Sameinuðu þjóðanna og tvöfaldur Óskarsverðlaunahafi skoraði í dag á börn um allan heim að sleppa ímyndunaraflinu lausu, og sýna á listrænan hátt, heim án kjarnorkuvopna. 

Douglas gaf út myndband þar sem hann hvetur unga listamenn á aldrinum fimm til sautján ára að nýta listræna hæfileika sína til að teikna, mála eða risa sýna sína á hvernig heimurinn liti út án kjarnorkuvopna, -sprengja og –styrjaldar. Tilefnið er samkeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna.

“Listin er heimstungumál; listin talar til hjarta okkar og huga; listin getur skipt sköpum og sama gildir um þig,” segir Douglas í ávarpi til unga fólksins.

Þátttakendum er heimilt að nota alls kyns tjáningarform, penna, blýanta, kol, akrík, oliu og vantsliti.

Árangrinum ber síðan að hlapa upp á heimasíðu keppninnar: www.unartforpeace.org.

Douglas hefur verið friðarsendiboði Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1998.