Til heiðurs lungum jarðar

0
805
Dagur hafsins

Hafið er okkur uppspretta fæðu, lífsviðurværis og þjónar samgöngum og viðskiptum jarðarbúa.

Og sem lungu jarðarinnar og stærsti viðtakandi kolefnis gegn höfin mikilvægu hlutverki þegar loftslagið er annars vegar.

Sameinuðu þjóðirnar halda Alþljóðlegan dag hafsins 8.júní ár hvert.

Alþjóðlegur dagur hafsins
Fjölbreytni lífríkis sjávar er í mikilli hættu.

Í dag fer yfirborð sjávar hækkandi vegna loftslagsbreytinga. Lífi og lífsafkomu fólks sem býr í strandríkjum víða er ógnað og borgir við sjávarsíðuna og samfélög sem þar búa eru uggandi um sinn hag.

Höfin súrna sífellt meira og fjölbreytni lífríki sjávar minnkar sífellt og þar með er hin mikilvæga fæðukeðja í mikilli hættu. Og plastmengun bætist ofan á þessa vá.

„COVID-19 faraldurinn er alvarleg áminning um hve allt er nátengt bæði innbyrðis og við náttúruna sjálfa,” segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á degi hafsins.

„En nú þegar við vinnum að því að brjóta faraldurinn á bak aftur og hugum að betri endurreisn, höfum við tækifæri sem hverri kynslóð gefast aðeisn einu sinni til þess að leiðrétta það sem miður hefur farið í tengslum okkar við hinn náttúrulega heim, þar á með hafið.“

Sjálfbært haf

Á alþjóðlegum degi hafsins er kastljósinu að þessu sinni beint að „Sjálfbæru hafi.“ Betri skilningur á hafinu skiptir sköpum við vernd fiskistofna og við að uppgötva nýjar afurðir og lyf.

Sú vá sem steðjar að hafinu vex sífellt og jafnframt þörf okkar fyrir nýjar lausnir og fólk sem leitar þeirra.

Til þess að greiða fyrir þessu og styðja uppfinngafólk er þema árs hafsins 2020 á vettvangi Sameinuðu þjóðanna “Nýsköpun í þágu sjálfbærs hafs.” (Innovation for a Sustainable Ocean.)  Með nýsköpun, er þá átt hvort heldur sem er við nýjar aðferðir, hugmyndir eða afurðir.

Sjá nánar um Alþjóðlegan dag hafsins hér.

Alþjóðlegur dagur hafsins