Tíu milljónir barna í þrælavinnu á heimilum!

0
664

Child Labour. ILO

13.júní 2013 – Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn barnaþrælkun hefur Alþjóðavinnumálastofnunin (ILO) sent frá sér skýrslu þar sem sérstaklega er vakin athygli á þrælahaldi og misnotkun á börnum vegna vinnu þeirra við þjónustu inni á heimilum. Áætlað er að þetta vandamál snerti um tíu milljónir barna á aldrinum fimm til 14 ára um allan heim. Yfir 70 prósent af þessum börnum eru stúlkur. Flest barnanna eru í raun þrælar og hafa verið þvinguð í ánauð við hættulegar aðstæður, segir ILO

Í skýrslunni sem ber heitið Ending Child labour in domestic work, kemur fram að störfin sem börnin vinna eru oftar en ekki almenn heimilisstörf. Börnin vinna m.a. við þrif, matreiðslu, garðvinnu, barnapössun og eftirlit með öldruðum, fjarri sínum eigin heimilum. Alvarleiki málsins er að börnin vinna við aðstæður þar sem þau eru einangruð frá fjöslkyldum sínum og ósýnileg almenningi. Fyrir vikið verða börnin óeðlilega háð vinnuveitenda sínum, berskjölduð fyrir arðráni og ofbeldi og þá eru mörg þessara barna seld í vændi. „Það gefur augaleið að brotið er alvarlega á réttindum barna sem vinna fyrir sér á þennan hátt, svo ekki sé minnst á þá afturför sem ástandið hefur í för með sér við að framfylgja alþjóðlegum þróunarmarkmiðum,“ sagði Constance Thomas, framkvæmdastjóri alþjóðadeildar gegn barnaþrælkun (IPEC) hjá ILO.

Skýrslan er ákall til alþjóðasamfélagsins um samstilltar aðgerðir til að útrýma barnaþrælkun á heimilum. „Við þurfum öflugri lagaramma til að skilgreina og koma í veg fyrir barnaþrælkun á heimilum, þá er nauðsynlegt að bæta lífskjör ungmenna þegar þau lögum samhvæmt þau hafa náð aldri til að vinna fyrir sér“ bendir Thomas á. Mrs Thomas leggur þó áherslu á að atvinna á heimilum er oft á tíðum mikilvæg atvinnugrein, einkum og sér í lagi fyrir milljónir kvenna um heim allan. „Heimilishjálpin vinnur mikilvægt verk í hagkerfum margra landa, eftir stendur að við þurfum að tryggja réttindi þessa starfshóps“. Sagði Thomas

Í mörgum löndum er litið svo á að börn sem vinna við heimilisstörf séu í raun ekki að vinna. Því er um að kenna að oftar en ekki eru tengsl milli fjölskyldu barns og þess sem barnið vinnur fyrir. Börnin eru í sumum tilfellum „lánuð“ til verka, þó án þeirra fríðinda að vera meðhöndluð sem hluti af fjölskyldunni sem þau búa hjá. Við þessar aðstæður fær barnið hvorki nauðsynlega vernd frá fjölskyldu né lagaleg réttindi. Daglegt líf þeirra einkennist af löngum vinnudegi og skertu persónufrelsi oft við óásættanlegar og jafnvel hættulegar aðstæður.

Í skýrslu ILO er hvatt til betri og skilvirkari gagnasöfnunar svo að hægt sé að horfast í augu við umfang og staðreyndir tengdum þrældómi barna á heimilum. Þá hvetur Alþjóðavinnumálastofnunin stjórnvöld til að staðfesta og innleiða tafarlaust ILO Convention 138, varðandi lágmarksaldur vegna ráðninga í störf, og ILO Convention 182 sem kveður á um algert bann við barnaþrælkun í sinni verstu mynd.