WHO gagnrýnir stórfyrirtæki

0
521

chan-who

12 júní 2013 – Í fyrsta sinn látast flestir af völdum offitu og sjúkdómum tengdu mataræði í heiminum í dag og hefur sú dánarorsök þar með formlega velt úr sessi smitsjúkdómum sem skæðasta lýðheilsuógnin sem við búum við, segir Dr. Margaret Chan, forstjóri Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO).

Hún bendir á að efling vitundar almennings um óæskileg áhrif lélegs mataræðis á heilsu sé ekki einungis krefjandi heldur óumflýanlegt verkefni. Í því samhengi er mikilvægt að nefna að neikvæð áhrif frá matvælaiðnaði á neysluhegðun fólks hafi gríðarlega mikið að segja.

“Við stöndum á tímamótum. Í stað þess að lífslíkur aukist með félagslegum og efnahagslegum framförum horfumst við í augu við að lífstílssjúkdómar tengdir mataræði og offitu hafa tekið yfirhöndina“ sagði Dr. Chan við settningu áttundu Alheimsráðstefnunnar um Heilsueflingu i Helsinki fyrr í vikunni. “Hagvöxtur, nútímavæðing og þéttbýlismyndun hafa í raun lagst á eitt til að tryggja útbreiðslu óheilbrigðs lífsstíls,“ bætti hún við.

Dr. Chan benti á að í viðleitninni til að fá almenning til að tileinka sér heilbrigðari lífshætti og heilsusamlegri matarvenjur væri við ramman reip að draga og gagnrýnir í því samhengi harðlega markaðsöfl matvælaiðnaðarins.

„Vitundavakning um tengsl heilsu og mataræðis er erfitt viðfangsefni sem stríðir gegn hagsmunum stórra og öflugra markaðssjónarmiða“ sagði hún. Áður fyrr voru það tóbaksrisarnir sem teflt var við nú eru það tilboðin um ofurstærðir á matseðlum þar sem neytendur er hvattir áfram til að kaupa meir og borða meir oftar en ekki verðlaunaðir fyrir vikið með lægra verði eða gjöfum. Hún segir að aðferðafræði þessara aðila gangi meðal annars út á að iðnaðurinn styrki sínar eigin rannsóknir með vafasömum niðurstöðum – allt til að rugla neytendur og stjórnmálamenn í ríminu og þar með sá efasemdum um alvarleika málsins. Þrátt fyrir persónulegt frelsi fólks til að velja og hafna eru staðreyndirnar þær að fyrirtækin bera ábyrgð á þeim heimsfaraldri sem offita er orðin í dag.“

„Þetta er gömul saga og ný, yfirburðastaða á markaði gefur greiðari aðgang að pólitísku ákvarðanarferli. Þau eru sjaldséð þau stjórnvöld sem forgangsraða heilsu fyrir stórfyrirtæki á markaði. Öflug fyrirtæki geta selt og sagt næstum því hvað sem er við almenning líkt og gerðist í tóbaksiðnaðinum um árabil án afskipta stjórnvalda“ sagði Dr Chan.

„Ég minni á að hvergi í heiminum hefur stjórnvöldum tekist að ná tökum á offitu faraldrinum. Ástæðan hefur ekkert að gera með viljastyrk fólks. Ástæðan og ábyrgðin er stjórnmálamanna þ.e. þeirra sem ekki hafa horfst í augu við vandamálið og mistekist að skora á matvælaframleiðendur með beinum hætti.“

 

Obesity