A-Ö Efnisyfirlit

Tveggja ríkja lausn er eini kosturinn


28.nóvember 2019. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það sé engin önnur raunhæf lausn í boði en skipting Palestínu í tvö ríki. Hann hvetur Palestínumenn og Ísraela og stuðningsríki þeirra til að vinna í sameiningu að því að endurvekja tiltrú á fiðarferli í Miðausturlöndum.
Lausn deilna Ísraela og Palestínumanna er eitt torleystasta viðfangsefni alþjóðasamfélagsins að mati Guterres að því er fram kemur í ávarpi hans á Alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni.
Háttsettir embættismenn Sameinuðu þjóðanna, stjórnarerindrekar og fulltrúar alþjóðasamfélagsins komu saman í New York til að minnast samstöðudagsins sem er 29.nóvember.
„Réttlát og varanleg lausn mun einungis nást með uppbyggilegum viðræðum milli deilenda og í góðri trú. Þörf er á stuðningi alþjóðasamfélagsins við lausn sem verður að vera í samræmi við löngu samþykktar ályktanir Sameinuðu þjóðanna og viðmið,“ sagði António Guterres í ávarpi í tilefni af Alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni.

„Það er fyrst og fremst þörf á pólitískri forystu og vilja. Einnig ber að styðja við bakið á viðleitni borgaralegs samfélags til að byggja brýr á milli Ísraela og Paletínumanna.“
Mamút abbas forseti Palestínumanna minnti á að þótt Palestínumenn hefðu lifað sjö áratugi harmleikja og hamfara væri þeir enn staðfastir.

„Þrátt fyrir að hafa mátt þola vonbrigði og afturkippi um áratugaskeið, styðjum við enn milliríkjalausn þar sem virðing ríkir fyrir alþjóðalögum,“ sagði hann í ávarpi sem lesið var af fulltrú Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum Riyad Mansour.

Fréttir

#BLM: VIð endurritum ekki söguna en getum framvegis orðið...

Mótmælin gegn kynþáttahatri og kynþáttahyggju og Norðurlöndin.

COVID-19 kreppan er heiminum þörf áminning

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ef allt fari á versta veg og...

Taktu þér pásu áður en þú deilir

Rangfærslur, hatursorðræða og gervifréttir haga sér eins og veira. Þessi fyrirbæri leita að veikum blettum á okkur. Hlutdrægni okkar. Fordómum okkar. Tilfinningum okkar. Og rétt eins og þegar veirur eiga í hlut er öflugasta leiðin til að stöðva villandi upplýsingar er að stöðva útbreiðslu þeirra. 30.júní mun herferð Sameinuðu þjóðanna “Staðreynt (Verified)” leitast viðað fylkja liði fólks um allan heim og biðja það um að taka afstöðu gegn rangfærslum með því að taka sér „pásu” – staldra við.

Að uppræta ofbeldi gegn konum

Þrjátíu og fimm prósent kvenna og stúlkna í heiminum sæta  líkamlegu eða andlegu ofbeldi á æfi sinni. 603 milljónir kvenna búa í ríkjum þar sem heimilisofbeldi er ekki glæpsamlegt. Allt að fjórða hver kona sætir ofbeldi á meðan á meðgöngu stendur. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, leitast við að virkja karla og drengi til þess að takast á við þetta vandamál. UN Women starfar með aðilum á hverjum stað og styður lagasetningu gegn heimilis- og kynbundnu ofbeldi.

Álit framkvæmdastjóra