Umburðarlyndi: Verk að vinna

0
463
tolerance

 tolerance

15.nóvember 2013. Uppvaxtarárin geta verið erfið. Börn og unglingar glíma við sjálfsmynd sína og finna sér stað í samfélaginu, eiga “heima” einvers staðar og margir sækjast eftir að vera eins og “hinir”.

Við þessar aðstæður getur það verið erfitt að vera “öðru vísi” annað hvort vegna þess að húðin er öðru vísi á litinn, hárið, trúin eða bara fötin. Oftast “reddast þetta” með tímanum en óöruggu barni eða unglingi getur þótt sá  tími lengi að líða.
Þótt fjölbreytni samfélagsins aukist sífellt, fer skortur á umburðarlyndi vaxandi víða um heim, ekki síst vegna fjármálakreppunnar. Þess vegna er mikilvægt að fólk láti í sér heyra og stuðlað sé að aukinni vitund um nauðsyn umburðarlyndis, því þetta “reddast” eingöngu með sameiginlegu átaki.

16.nóvember er Alþjóðadagur umburðarlyndis hjá Sameinuðu þjóðunum. „Umburðarlyndi” er mikilvægur hornsteinn friðar og sátta. Á tímum skjótra og oft og tíðum ruglingslegra breytinga, hefur aldrei verið jafn mikilvægt að hafa umburðarlyndi í heiðri. Ég hvet leiðtoga þjóða og einstakra samfélaga og aðra málsmetandi karla og konur innan hefðbundinna fjölmiðla og samfélagsmiðla til að fylkja sér undir merki umburðarlyndis sem leiðarljóss friðsamlegrar og sjálfbærrar framtíðar,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi sínu á þessum alþljóðlega degi.