UNEP: Norðurheimskautið í hættu

0
512

Greenland

 21. febrúar 2013. Hvatt er til skilvirkrar stjórnunar og varúðar nú er kapphlaup virðist framundan um auðlindir Norður heimskautsins ef takast á að vernda viðkvæmt umhverfið. Þetta er helsta niðurstaða nýútkominnar Árbókar Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna (UN Environment Programme´s Year Book 2013).

Sumarísinn á Norður heimskautinu hefur minnkað óðfluga undanfarin ár og met var slegið er hann þakti aðeins 3.4 millljónir ferkílómetra um miðjan september 2012. Það er 18% minna en fyrra sögulega lágmark 2007 og 50% minna en en meðatal níunda og tíunda áratuga 20. aldar. Ís á landi hefur einnig hopað og sífreri þiðnað.  

Aðgangur að auðlindum, svo sem gasi og olíu hefur batnað eftir því sem ís og jöklar hopa og því hafa margs konar framkvæmdir aukist og ógna viðkvæmu vistkerfi og dýralífi, segir í skýrslunni.
 
“Við stöndum nú frammi fyrir því að bráðnun ísins hefur komið af stað kapphlaupi um sömu jarðefnin og ollu bráðnuninni upphaflega,” bendir Achim Steinar forstjóri UNEP á. Nánar er fjallað um skýrsluna og ítarlega um málefni Grænlands í fréttabréfi Norðurlandasviðs UNRIC.