Ungir frumbyggjar eru aflvakar breytinga

0
76
Norskir Samar. Mynd: Karin Beate Nøsterud/norden.org

Alþjóðlegur dagur frumbyggja heimsins. Samar. Frumbyggjar.  Hlutverk unga fólksins við ákvarðanatöku er í brennidepli á Alþjóðlegum degi frumbyggja heimsins 9.ágúst.

Brot á réttindum frumbyggja heimsins eru þrálát. Söguleg byrði nýlendustefnunnar er þungbær og frumbyggjar glíma við að aðlagast síbreytilegum samfélögum.  Alþjóðlegi dagurinn 9.ágúst er áminning um að frumbyggjaþjóðum ber að njóta sjálfsákvörðunarréttar. Það ætti að vera undir þeim sjálfum komið að taka þýðingarmiklar ákvarðanir með þeim hætti að haft sé að leiðarljósi að vernda og viðhalda einstakri menningarlegri sjálfsvitund þeirra.

Hreindýrabúskapur er mikilvægur hluti menningar Sama. Vindmyllurnar í Fosen eru þeim þyrnir í augum. Mynd: © Nikola Johnny Mirkovic/Unsplash
Hreindýrabúskapur er mikilvægur hluti menningar Sama. Vindmyllurnar í Fosen eru þeim þyrnir í augum. Mynd: © Nikola Johnny Mirkovic/Unsplash

  Æskan : aflvaki breytinga

Á Alþjóðlegum degi frumbyggja heimsins er kastljósi beint að „ungum frumbyggjum sem aflvaka breytinga í þágu sjálfsákvörðunar.”

Undanfarið hefur ungt fólk í hópi frumbyggja haslað sér völl á mörgum sviðum til að takast á við ýmsar kreppur sem mannkynið glímir við. Æskan hefur tekið nýrri tækni höndum tveim, öðlast nýja kunnáttu og boðið upp á nýstárlegar lausnir í þágu sjálfbærari og friðsamlegri framtíð jafnt fyrir þeirra eigin samfélög og plánetuna í heild.

Þátttaka frumbyggja-æskunnar er þýðingarmikil í hnattrænni viðleitni til að milda áhrif loftslagsbreytinga og vinna að friðaruppbyggingu. Safræn samvinna er nauðsynleg til að tryggja réttindi og móta bjartari framtíð.

Fjöldi Sama í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi eru um það 80 þúsund og býr helmingurinn í Noregi. The total population of Sami in Norway, Sweden, Finland and Russia Mynd: © Thom Reijnders/Unsplash
Fjöldi Sama í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi eru um það 80 þúsund og býr helmingurinn í Noregi. The total population of Sami in Norway, Sweden, Finland and Russia Mynd: © Thom Reijnders/Unsplash

„Þekking og hefðir frumbyggja hafa djúpar rætur í sjálfbærri þróun og geta greitt fyrir lausn á mörgum sameiginlegum áskorunum,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á Alþjóðlegum degi frumbyggja heimsins. „Þess vegna skiptir máli að ungir frumbyggjar, bæði konur og karlar, séu hluti af ákvarðanatöku. Val þeirra í dag mótar framtíðina.“

Ungir Samar eru virkir í Noregi

Ungir Samar hafa tekið virkan þátt í alþjóðegri hreyfingu frumbyggja. Ungir Samar efndu til mótmæla í febrúar á þessu ári gegn vindmyllum í  Fosen í Þrændalögum. Hér erum að ræða stærsta vindmyllubú Noregs, með alls 151 túrbínu.

Rúmlega 86% af frumbyggjum starfa í óformlega geiranum, en meðaltalið meðal annara er 66%. Mynd: © Magne Kveseth/norden.org.
Rúmlega 86% af frumbyggjum starfa í óformlega geiranum, en meðaltalið meðal annara er 66%. Mynd: © Magne Kveseth/norden.org.

Deilan snýst um dóm Hæstaréttar Noregs frá október 2021, sem komst að þeirri niðurstöðu að að vindmyllubúið breyti á réttindum Sama sem frumbyggja. Að mati réttarins hindruðu túrbínurnar menningarlegar athafnir, sem njóta verndar samkvæmt Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um borgarlega og stjórnmálaleg réttindi.

500 dögum eftir dóminn hafði ekkert verið aðhafst til að framfylgja niðurstöðunni og vindmyllurnar snérust eins og ekkert hefið gerst. Ungu Samarnir gripu þá til aðgerða og lokuðu aðgangi að Orkumálaráðuneytinu í Osló.

Samakvöldverður
Samakvöldverður. Mynd: Karin Beate Nøsterud/norden.org

Ungu Samarnir héldu þvi´fram að réttindi þeirra sem frumbyggja-samfélaga og nauðsyn þess að vernda náttúruna ættu að hafa forgang fram yfir nýtingu nýrra orkulinda í þágu baráttu gegn loftslagsbreytingum.

Ungu Samarnir hafa reynst umtalsvert afl og notið stuðnings frumbyggjahreyfingarinnar í heiminu. Þeir hafa ekkert gefið eftir í baráttu sinni fyrir að vernda menningarlega arfleifð og umhverfið fyrir komandi kynslóðir.

Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem barátta Sama fyrir rétti sínum vekur gríðarlega athygli og er skemmst að minnast hungurverkfalls til að mótmæla virkjanaframkvæmdum á slóðum Sama í Alta í norður-Noregi fyrir 40 árum.