Ungt fólk og andlegir sjúkdómar

0
546

youth2014

12.ágúst 2014. Allt að 70% þeirra ungmenna sem komast í kast við lögin og barnaverndaryfirvöla, eiga við að minnsta kosti ein geðsjúkdóm að stríða.

YouthInfographics MentalHealth F copy-120% af ungmennum í heiminum eiga í höggi við andlega erfiðleika á hverju ári. Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að vekja athygli á geðsjúkdómum á Alþjóðlega æskulýðsdeginum sem er í dag 12.ágúst.
Ungt fólk sem glímir við geðsjúkdóma á erfitt uppdráttar vegna fordóma og mismununar og jafnvel útilokunar. Sumu ungu fólki hættir meir en öðrum við að lenda í andlegum erfiðleikum og má nefna heimilisleysingja og munaðarleysingja og þá sem vistaðir eru á upptökuheimilum.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna minnir á að með skilningi og aðstoð getur þetta unga fólk oft og tíðum blómstrað.  „Við ættum að tala um geðsjúkdóma á sama hátt og við tölum um heilsufar almennt. Í tilefni af Æskulýðsdeginum 2014 skulum við einsetja okkur sýna þeim að við látum okkur öll geiðheilsu varða,“ segir Ban Ki-moon í ávarpi í tilefni dagsins.