Réttindi frumbyggja verði efld

0
512

greenland

9.ágúst 2014. Inúitar á Grænlandi og Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð eru á meðal frumbyggja heimsins en alþjóðlegur dagur þeirra er haldinn í dag 9.ágúst.
Alþjóðadagur frumbyggja er haldinn á mikilvægu augnabliki að þessu sinni því á næsta ári 2015, á að ná, allt í senn, Þúsaldarmarkmiðunum um þróun, samþykkja nýja sjálfbæra þróunaráætlun og leggja grundvalla að nýjum loftslagssáttmála.

Frumbyggjar eru miðlægir á öllum þessum sviðum og geta reynst öflugir liðsmenn í þágu framfara,” segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðadegi frumbyggja.

En til þess að þeir geti lagt sitt af mörkum í þágu sameiginlegrar framtíðar, verðum við að tryggja réttindi þeirra.”

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lýsti því yfir í desember 1994 að 9.ágúst ár hvert skyldi helgaður frumbyggjum. Kastljósinu að þessu sinni er beint að því að hrinda réttindum frumbyggja í framkvæmd.

Þema dagsins miðar að því að vekja athygli á mikilvægi þess að réttindi frumbyggja komi til framkvæmda með áætlunum jafnt á vegum stjórnvalda á hverjum stað sem á alþjóða vísu og ríkisstjórnir, Sameinuðu þjóða-kerfið, frumbyggjar og aðrir hlutaðeigandi starfi saman til að ná þessu sameiginlega markmiði.

Sérstök athöfn var haldin í höfuðstöðvarum Sameinuðu þjóðanna í New York í gær til að minnast dagsins og voru meðal annars framkvæmdastjóri og forseti Allsherjarþings SÞ viðstanddir sem og varaforseti Vettvangs um málefni frumbyggja hjá samtökunum.

Fyrst Heimsþing um málefni frumbyggja verður haldið 22.-23.september næstkomandi. Á þinginu munu fulltrúar bera saman bækur sínar um framtíðarsýn og fyrirmyndir í að tryggja réttindi frumbyggja, þar á meðal í að hrinda í framkvæmd markmiðum Yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna um réttindi frumbyggja.

Yfirlýsingin markar lágmarkskröfur til að frumbyggjar haldi velli, lfii við líf, reisn, velferð og rétttindi þeirra séu tryggð. Verulegt bil er á milli þessara hugsjóna og aðstæðna flestra frumbyggja jarðar.

Nú þegar undirbúningur Heimsþings frumbyggja í september stendur sem hæst, vil ég hvetja aðildarríki til þess að taka höndum saman við frumbyggja og fulltrúa þeirra um að bæta líf þeirra og fjölga tækifærum,” segir Ban Ki-moon í ávarpi sínu. 

Á þessum alþjóðlega degi frumbyggja, hvet ég alla aðila til þess að ganga til liðs við Sameinuðu þjóðirnar í að efla og vernda réttindi þeirra sem eru ómissandi fyrir sameiginlega framtíð okkar.”

Mynd: hópur Inúita-kvenna í Uummannaq á Grænlandi á meðan á heimsókn framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna stóð 26.síðastliðinn. SÞ-mynd/Mark Garten.