SLEPPTU SKÖPUNARGLEÐINNI LAUSRI GEGN FÁTÆKT

0
535
Unleash your creativity against poverty - Icelandic

Unleash your creativity against poverty - Icelandic 

Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna í Brussel (UNRIC) kynnir samkeppni um dagblaðaauglýsingu sem opin er öllum evrópskum borgurum. Árið 2000 skuldbundu veraldarleiðtogarnir sig til þess að minnka fátækt í heiminum um helming fyrir 2015. Það eru aðeins fimm ár til stefnu. Veraldarleiðtogarnir koma saman til fundar í New York í september.

Slepptu ímyndunaraflinu lausu til að minna leiðtogana á loforðin.

Hannaðu auglýsingu til höfuðs fátækt.

Bestu auglýsingarnar verða valdar af dómnefnd skipaðri kunnum sérfræðingum.

Fyrstu verðlaun eru 5000 Evrur.
We Can End Poverty logo
Skilyrði fyrir þátttöku er að nota vígorðið WeCanEndPoverty í auglýsingunnni.

Heimasíðu verður hleypt af stokkunum í mai en samkeppnin stendur yfir frá 1. mai til 30. júní, en ef þið lumið fyrr á hugmynd sendið hana til: [email protected].

Sjá nánari upplýsingar og reglur.

Facebook / Twitter.