Við eigum í stríði við veiru

0
682
COVID-19 Stríð við veiru
Guterres aðalframkvæmdastjori ræddi við blaðamenn með fjarfundarbúnaði. UN Photo/Manuel Elias

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag þjóðir heims til að sameinast í baráttunni gegn COVID-19 veirunni.

„Heimur okkar stendur andspænis sameiginlegum óvini. Við erum í stríði við veiru,“ sasgði aðalframkvæmdastjórinn á blaðamannafundi sem fram fór með fjarfundabúnaði frá höfusðtöðvum samtakanna í New York.

Hann varaði við því að núverandi mótspyrnu hvers lands fyrir sig væri ekki nóg til að takast á við hnattrænt umfang hennar. Hamfarirnar væru margslungnar og baráttan gegn veirunni krefðist fjölþjóðlegs átaks.

Lokuð landamæri

Guterres aðalframkvæmdastjóri hvatti til samstöðu ríkja, en fjölmörg ríki þar á meað Evrópusambandsríkin hafa lokað landamærum.

„Það er skiljanlegt að lagðar séu hömlur á ferðalög til þess að hindra útbreiðslu veikinnar. En á sama tíma er mjög þýðingarmikið að fólk finni fyrir þörf á samstöðu. Það er mikilvægt að berjast gegn falsfréttum og herferðum á samfélagsmiðlum sem miða að því að skapa ótta og sundrungu.“

Viðnám á heilbrigðissviði er einn af helstu vígvöllum í stríðinu gegn veirunni, að sögn Guterres. Hann bætti við að hann hefði áhyggjur af því að sum ríki hefðu ekki einu sinni bolmagn til að fast við frekar milder birtingarmyndir og hefðu ekkert svar til að bregðast við miklum þörfum aldraðra.

„Jafnvel í auðugum ríkjum höfum við horft upp á heilbrigðiskerfi bogna undan álaginu. Þörf er á að verja meira fé til heilsugæslu til að koma til móts við brýnar þarfir og aukinni eftirspurn,“ sagði hann og hvatti til auknum greiningum, bættri aðstöðu, meiri stuðning við heilbrigðisstarfsmenn og að nauðsynlegar birgðir verði útvegaðar.

Efnahagsleg viðspyrna 

COVID-19 blaðamannafundur Guterres
Lífið í New York á tímum Covid 19. UN Photo/Evan Schneider

Þróuðum ríkjum ber að rétta hjálparhönd til ríkja sem eru verr í stakk búin að glíma við neyðarásdtandið, sagði aðalframkvæmdastjórinn.

„Rík lönd mega ekki halda að það dugi að finna úrræði fyrir sína eigin ríkisborgara. Það er hagur allra að leggja lóð á vogarskálarnar í baráttunni á heimsvísu,“ sagði hann og varaði við því að veiran myndi drepa milljónir manna ef henni yrði leyft að breiðast út eins og eldur í sinu.

Þá hvatti aðalframkvæmdastjórinn ríki til að byggja á Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun og Parísarsamningnum um loftslagbreytingar í viðbrögðum sínum við þessum hamförum.

„Okkur ber að standa við loforð okkar í þágu fólksins og jarðarinnar,“ sagði hann, og auk svo máli sínum með þessum orðum, „Við þurfum meira á samstöðu, von og pólitískum vilja að halda en nokkru sinni fyrr til þess að vinna sameiginlega  sigur á þessari vá.“