Við viljum samnorrænt átak um heimsmarkmiðin

0
507
Lundberg

Lundberg
6.desember 2016. Norðurlandaráð stóð nýlega fyrir umræðum, með þátttöku norrænu forsætisráðherranna, um sjálfbæra þróun. Á þingi ráðsins sem haldið var í Kaupmannahöfn var Britt Lundberg frá Álandseyjum kosin forseti Norðurlandaráðs. Hún segir að ráðið muni halda áfram að vinna með sjálfbæra þróun.

 „Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun hafa ætíð verið á dagskrá Norðurlanda. Þau grunngildi sem þau byggja á og rekja má þau til, eru norræn,“ segir Britt Lundberg í viðtali við Norræna fréttabréf UNRIC.  „Tökum sem dæmi stöðu stúlkna og kvenna, hringrásar-hagkerfið, sjálfbæran landbúnað eða aðgang að hreinu vatni og salerni.
Norðurlöndin bera af þessum sökum, sérstaka ábyrgð á því að hrinda þeim í framkvæmd, jafnt innan sem utan Norðurlanda.

Lundberg3 resizedOg það er einmitt af þessum sökum sem þetta þema var valið fyrir þing Norðurlandaráðs og fundinn með norrænu forsætisráðherrunum. Við, þingmennirnir, viljum að norrænu ríkisstjórnirnar taki höndum saman, og við munum halda áfram að stuðla að því að svo verði í reynd – ráðið hefur hlutverki að gegna í því að móta pólitíska umræðu á heimsvísu og því ber að taka tillit til svo mikilvægrar ákvörðunar sem Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru.“ 

Hvernig geta Norðurlöndin best unnið saman að framgangi markmiðanna?

 „Við getum fundið ýmsar lausnir með samstarfi í þessum heimshluta í málefnum svo sem orku- loftslags- og umhverfismálum. Á þesum sviðum getum við haft norrænar aðgerðaáætlanir til viðbótar við landsmarkmið. Við höfum sett á stofn vinnuhóp sem á að koma með tillögur árið 2017, og nú bíðum við niðurstaðnanna. En ég er viss um að það eru ýmsar samnorrænar aðgerðir sem við getum einbeitt okkur að.

Norðurlandaráð getur einnig vakið athygli á málum með þvi að taka þau til umræðu á þemafundum, leiðtogafundum forsætisráðherranna og með því að óska eftir úttektum frá ríkisstjórnunum um einstök málefni. Þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru annars vegar er áskorunin sú að halda pólitískri einbeitingu sem nær yfir mörg kjörtímabil. Það eru fjórtán ár til stefnu til að skapa  „betri heim fyrir 2030”. Ef slíka einbeitingu og þolgæði skortir er hættan sú að nauðsynlegum ákvörðunum verði ekki hrint í framkvæmd. Norðurlandaráð getur lagt sitt lóð á vogarskálarnar með þvi að viðhalda áhuganum.
Góð tölfræði er afar mikilvæg fyrir góðar ákvarðanir. Tölurnar sýna raunveruleikann og eru góður grunnur að umræðum um hvort við erum ánægð eða hvort við viljum grípa til aðgerða. Það er löng reynsla fyrir því í norrænu samstarfi að taka saman tölur og birta upplýsingar.

Lundberg2Við höfum í mörg ár gefið út norræna tölvísi um sjálfbæra þróun á Norðurlöndum. Það kæmi til greina að þróa þessa tölvísi þannig að tölurnar nái utan um 2030 markmið Sameinuðu þjóðanna.

Eitt af helstu þemum formennsku Finnlands í Norðurlandaráði næsta ár er Norðurlönd hreinnar orku.” Þetta er fyrirsögn fyrir margar aðgerðir sem eru skyldar 2030 markmiðunum, til dæmis þróun norræna orkumarkaðarins, nýting endurnýjanlegrar orku og eftirfylgni við ákvarðanir COP21 fundarins í París.“

Hvernig geta Norðurlöndin beitt sér á skilvirkan hátt fyrir því að heimsmarmiðin verði uppfyllt annars staðar í heiminum?

 „Norðurlöndin munu beita sér fyrir því að 2030 markmiðin verði hluti af stefnu Evrópusambandsins. Við Norðurlandabúaar erum mjög háðir ákvörðunum ESB. Þess vegna munum við i sameiningu þrýsta á að tilskipanir og reglur styðji markmiðin og gangi alls ekki þvert gegn þeim. Þetta er fyrst og fremst í verkahring Norrænu ráðherranefndarinnar en við styðjum hvert annað á margan hátt í starfi.
Þá getum við sýnt fram á að margt er vel gert á Norðurlöndunum og deila með öðrum reynslu okkar og þekkingu. Við höfum að undanförnu unnið að þvi´að markaðsetja Norðurlönd í heiminum. Við munum halda áfram þessu starfi og leggja þara áherslu á 2030 markmið Sameinuðu þjóðanna.

Í þriðja lagi má minna á starf norrænna stofnana á borð við Norræna fjárfestingabankann, Norræna umhverfisfjármögnunarfélagið  (NEFCO) og Norræna þróunarsjóðinn (NDF). Þessar stofnanir hafa einnig hlutverki að gegna í að hafa áhrif á fjárfestingar jafnt innan sem utan Norðurlanda. Það er einnig hægt að taka tillit til heimsmarkmiðanna í fjárfestingstefnu. 

Eins og ég nefndi fyrr þá gerum við Loftslagssáttmálanum frá París hátt undir höfði í áætlun formennsku Finna fyrir 2017. Framkvæmd Lunderg4 resizedParísarsamkomulagsins styðir einnig framkvæmd 2030 markmiðanna. Okkur ber að halda áfram á grundvelli góðrar reynslu af samstarfi Norðurlandanna á Loftslagsráðstefnum, svo sem norrænu kynningunni „Nordic Climate Solutions”. Einn af liðum finnsku áætlunarinnar er að Norðurlandaráð tali máli 1.5 gráðu-markmiðsins um mestu hækkun hitastigs á jörðunni, á vettvangi samstarfs þingmanna í heiminum.“

Sjálfbæru þróunarmarkmiðin og Áætlun 2030 ná til alls heimsins. Hvar sitja Norðurlönd eftir, hvar þarf að taka til hendinni heimafyrir?

Samkvæmt nýbirtri greiningu á 34 ríkustu löndum heims, standa Norðurlönd styrkum fótum þegar framkvæmd heimsmarkmiðanna eru annars vegar. Í greiningunni er bent á að Norðurlönd eru í forystu við að ná markmiðunum sautján. Svíþjóð trónir efst á lista og hin Norðurlöndin eru nærri toppnum í þeim 34 atriðum sem tekin eru til skoðunar.  

Nordics at COP21Norðurlönd geta þó staðið sig betur. En greiningin sýnir líka að á sumum svipuðm er pottur brotinn. Allir gera sér´grein fyrir að það er margt ógert í loftslagsmálum til að þess að standa við skuldbindingar okkar samkvæmt Parísar-samkomulaginu. En það er líka mikilla aðgerða þörf t.d. í samgöngum til þess að sjálfbærar samgöngur verði að veruleika. Sóun matvæla er enn mikið vandamál. Af hnattrænum málum má svo nefna að tekjudreifing þróast enn í ranga átt.

Hið pólitíska verkefni er að athuga betur hvar möguleika og þörf sé að finna fyrir að bæta og hvernig þeim markmiðum verði náð. Í þessu mati ber að hafa í huga að kanna hvort samnorrænt átak geti gert gagn.“

LjósmyndariJohannes Jansson/norden.org

Svíakonungur heimsækir bás Norðurlanda á COP21 loftslagsráðstefnu SÞ í París. Norden.org