Fátækt: Virkja verður fólkið sjálft

0
460

 

eradicate poverty

17.október 2013. Sárasta fátæktin eyðileggur líf: fleiri börn, ungt fólk og fullorðnir látast af völdum fátæktar en styrjalda.

Á hverjum einasta degi þarf fólk sem býr við örbirgð að berjast fyrir tilveru sinni og glíma við matarskort, skort á húsaskjóli og grundvallarþjónustu.

 

Í dag 17.október er Alþjóðadagur helgaður útrýmingu fátæktar sem haldinn er í því skyni að auka vitund og stuðning við baráttuna við að útrýma fátækt.
Þema dagsins er : “Vinnum saman að því að skapa heim án mismununar: byggjum á reynslu og þekkingu þeirra sem búa við örbirgð.” Með þema dagsins er skorið upp herör gegn þeirri mismunun sem fólk býr við daglega vegna fátæktar og útilokun þeirra frá áhrifum í stjórnmálum, efnahags- og félagsmálum. Einnig er beint sjónum að því hve lítið raddir hinna fátæku sjálfra í stefnumörkun og aðgerðum sem eru í þeirra þágu eða hafa bein áhrif á líf þeirra.

Þrátt fyrir góðan hug ríkisstjórna, þróunarstofnana og veitenda aðstoðar, hefur viðleitnin til að draga úr fátækt oft og tíðum sniðgengið reynslu og fólksins sem býr við verst kjörin.
Þá mun hagvöxtur einn og sér ekki vinna á fátækt , auka jafnræði og skapa störf nema hann sé í þágu allra. Hagvöxtur í þágu alla er nauðsynelgur til þess að Þúsaldarmarkmiðiun um þróun náist.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að þegar ákveðið verði hvað taki við af Þúsaldarmarkmiðunum þegar þau renna út 2015, sé ljóst að baráttan gegn fátækt verði ofarlega á blaði. “Sjálfbær þróun er eina leiðin til þess að útrýma fátækt varanlega,” segir Ban í ávarpi sínu á alþjóðlega daginn.

 Sjá nánar hér og hér. 

Mynd: Börn í Bujo-grunnskólanum í Kasamu-Kyali, í Mpigi sýslu í Úganda, drekka súpu í hádegismat í boði Rotary-hreyfingarinnar. : © Rotary international/Alyce Henson/ (CC BY 2.0)