Þið getið hjálpað konum í heiminum

0
448

 Photo credits UN Women Gallery

Norðurlöndin stæra sig af því að vera í fararbroddi í jafnréttismálum kynjanna. Réttindi kvenna og jafnrétti bar oft á góma þegar norrænu oddvitarnir ávörpuðu Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.

Sænski forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt varði þannig töluverðum tíma ræðu sinnar til að ræða um tengsl þróunar- og jafnréttismála. 

 Norðurlöndin styðja myndarlega ýmis frumkvæði í réttindum kvenna, valdeflingu kvenna og jafnréttismálum. UN Women er ein þeirra stofnana sem nýtur mests stuðnings frá Norðurlöndunum. Norðurlöndin, að Íslandi frátöldu, voru á meðal tíu rausnarlegustu ríkjanna þegar framlög til stofnunarinnar voru annars vegar. 

http://www.unwomen.org/en/partnerships/donor-countries )

UN Women veitir styrki til hugmyndaríkra áætlana sem ríkisstofnanir og almannsamtök hrinda í framkvæmd, aðallega úr 2 sjóðum: Jafnréttissjóðnum (the Fund for gender equality) Sjóð SÞ til að binda enda á ofbeldi gegn konum (the UN Trust Fund to End Violence against Women).

Jafnréttissjóðurinn er eini alþjóðlegi sjóðurinn sem hefur einungis að markmiði að styðja valdeflingu kvenna í efnahags- og stjórnmálum. Frá 2009 hefur sjóðurinn veitt alls 43 milljónum Bandaríkjadala til 55 verkefna í 47 ríkjum. Þeir sem vilja láta fé af hendi rakna til sjóðsins geta gert það hér. . Hér svo tengill til UN Women á Íslandi.

Sjóðurinn til höfuðs ofbeldi gegn konum (The UN Trust Fund to End Violence against Women (UN Trust Fund)) er í fararbroddi í heiminum í fjármögnun baráttunnar til að uppræta ofbeldi gegn konum í heiminum. Hér má finna upplýsingar um hvernig styrkja má þennan sjóð.

Réttindi kvenna og valdefling þeirra eru snar þáttu í þróun samfélaga. Phumzile Mlambo-Ngcuka, forstjóri UN Women gerði þetta að umræðuefni á fundi friðaruppbyggingar rásðins í september í New York. “Ef við fjárfestum ekki í konum, gröfum við undan möguleikum á velferð fjölskyldna og langtíma friðaruppbyggingar. Ég fullyrði að með því að stuðla að jafnrétti kynjanna eru stoðum skotið undir uppbyggingu friðar. Í síðustu heimsþróunarskýrslu (World Development report) var okkur sagt að jafnrétti væri góð hagfræði. Og í dag segi ég ykkur að jafnrétti er góð friðaruppbygging.”

Þið getið lagt ykkar lóð á vogarskálarnar með því að styrkja þessa tvo sjóði Sameinuðu þjóðanna.