WHO telur ríkiseinkasölu áfengis til fyrirmyndar

0
126
Áfengi Norðurlönd
Veitingahús í Reykjavík. Mynd: Yadid Levy/norden.org

Áfengisneysla. Ríkiseinokun. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) lýkur lofsorði á einkasölu á áfengi sem er algeng á Norðurlöndum á heimasíðu sinni. Þar segir að í alþjóðlegum rannsóknum og samanburði hafi niðurstaðan verið sú að hér sé á ferðinni skilvirkasta viðskiptakerfið til að takmarka aðgengi að áfengi. Sérstaklega er vitnað til rannsóknarinnar „Áfengi: ekki venjuleg vara,“ samstarfsverkefnis alþjóðlegs hóps fíknifræðinga

Áfengisneysla er með því minnsta sem þekktist innan Evrópusambandsins á Norðurlöndunum;  Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. WHO segir að það þurfi ekki að koma á óvart að í þessum ríkjum sé ekki litið á áfengi sem hverja aðra vöru og sala sé háð ströngum reglum.

Áfengi Norðurlönd
Mynd: Eivind Sætre/norden.org

WHO segir þessi atriði lykil að árangri Norðurlanda:

  • Bann eða takmarkanir á markaðsetningu áfengis.
  • Skattlagning og verðlagningarstefna.
  • Takmörkun á aðgengi.

Ekki hvaða vara sem er

Öll Norðurlandanna (að Danmörku undanskilinni en Grænlandi og Færeyjum meðtöldum) hafa kosið að stofna og viðhalda einokunarkerfi. Þau eru í ríkiseigu og stjórna hvenær, hvar og á hvaða verði áfengi er selt.

Markmið einokunarinnar er að draga úr hinum ýmsu neikvæðu afleiðingum áfengis á íbúana og samfélagið með því að fækka stöðum þar sem áfengi er selt og framfylgja öðrum reglum, svo sem um opnunartíma og sértilboð.

Að vernda unga fólkið og vernda alla

Áfengi Norðurlönd
Ungt fólk í Reykjavík. Mynd: Yadid Levy/norden.org

Einokuninni er ekki aðeins ætlað að auka tekjur ríkisins, heldur hefur einnig helsufarsleg markmið. Jafnvel hóflegar hækkanir áfengisskatta á Norðurlöndum hafa haft í för með sér heilsufarslegan ávinning, auk þess sem nota má tekjurnar til að fjárfesta í heilsugæslu.

Noregur var á meðal þeirra ríkja sem komu böndum á áfengisauglýsingum með hag ungmenna í huga.

„Víðtækt bann á markaðsetningu áfengis, sem er framfylgt á landsvísu og í héraði er besta leiðin til þess að draga úr sölu og neyslu á áfengi,“ segir Ingeborg Rossow hjá norsku lýðheilsustofnuninni. Hún er einn höfunda skýrslunnar „Áfengi: ekki venjuleg vara.“.

„Algjört bann við markaðssetningu, sem komið var á strax árið 1975, auk annara aðgerða, hafði tafarlaus og varanleg áhrif á sölu áfengis og neyslu í Noregi. Í upphafi var ákvörðunin tekin með ungt fólk í huga en þetta hefur haft góð áhrif á þjóðina í heild.“

Samvinna við Norðurlönd

Áfengi Norðurlönd
Mynd: Eivind Sætre/norden.org

„Nokkuð var grafið undan þessari nálgun þegar Finnland og Svíþjóð gengu í Evrópusambandið, auk þrýstings frá einkaaðilum á tímum nýfrjálshyggju,“ segir ástralski fræðimaðurinn Robin Room, annar skýrsluhöfunda.

„En norrænu einokunarkerfin, rétt eins og svipuð kerfi í kanadískum héruðum og bandarískum ríkjum, hafa viðhaldið taumhaldi á áfengi. Þetta hefur reynst vera í þágu lýðheilsu og velferðar og dregið úr samfélagslegum áhrifum áfengis.“

Áfengi Norðurlönd
Mynd Benjamin Suomela / Norden.org

Norðurlöndin hafa gegnt leiðandi hlutverki á evrópskum vettvangi þegar áfengisstefna er annars vegar. Af þeim sökum hefur Evrópu-umdæmi WHO leitað leiða til að auka samvinnu við Norðurlönd í því skyni að skrá og deila með öðrum bestu viðskiptaháttum til að draga úr skaða af völdum áfengis.

 „Mörg Norðurlandanna hafa náð góðum árangri í að koma til skila hvaða hætta fylgir áfengisneyslu, enda er hér á ferðinni vanabindandi eiturefni, sem er valdur að rúmlega 200 sjúkdómum, og heilbrigðisvanda, þar á meðal krabbameini. Noðurlöndin og ríkiseinokunarsalan eru góð dæmi um að líta má á áfengi sem alls ekki venjulega vöru.“

Sjá hér og hér.