Sameinuðu þjóðirnar hvetja til brýnna aðgerða í þágu Heimsmarkmiðanna

0
92
COP26
Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmiðin. Sjálfbær þróun. Sameinuðu þjóðirnar hleypa í dag af stokkunum herferð til að vekja fólk til vitundar um Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun, vegvísi fyrir fólkið og plánetuna sem veraldarleiðtogar samþykktu 2015.

Markmiðunum á að ná fyrir 2030 og því er tíminn sem er til stefnu hálfnaður og ljóst er að þau eru í hættu. Í fyrsta skipti í áratugi hefur komið bakslag í þróun af völdum loftslagsbreytinga, átaka, efnahagslegs samdráttar og viðvarandi áhrifum COVID-19.

 Herferðinni er ýtt úr vör í aðdraganda þýðingarmikils leiðtogafundar sameinuðu þjóðanna í september. Markmiðið er að hvetja til metnaðarfullra nýrra aðgerða. Sýna skal fram á gildi Heimsmarkmiðanna fyrir sjálfbærar framfari um allan heim, og fylkja liði almennings um þessa stefnuskrá fyrir sameiginlega framtíð okkar.

Leiðtogafundurinn

 Leiðtogafundurinn um Heimsmarkmiðin verður haldinn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 18.-19.september. Þar er stefnt að því endurnýja heitin og skuldbindingar um að hrinda markmiðunum í framkvæmd og skilja engann eftir.  Leiðtogafundurinn verður þýðingarmikið tækifæri til að koma veröldinni aftur á rétta braut til að ná heimsmarkmiðunum.

 Frá og með deginum í dag mun herferð Sameinuðu þjóðanna hasla sér völl á stafrænum vettvöngum og í ríkjum um allan heim með það að markmiði að hleypa nýju lífa í samtalið um markmiðin.

Í herferðinni er beitt nýju myndmáli til að koma boðskapnum á framfæri, vekja fólk til vitundar og virkja í þágu Heimsmarkmiðanna.   

 ActNow

Einn helsti liður herferðarinnar er að eggja einstaklinga til að grípa til aðgerða á öllum 17 sviðum Heimsmarkmiðanna innan vébanda ActNow (Aðgerðir núna) frumkvæðisins. Á heimasíðu ActNow eru tíundaðar hugmyndir um aðgerðir, hvort heldur sem er með því að nota almenningssamgöngur, safna fé fyrir skóla eða tala máli jafnréttis. Það er á færi allra að leggja lóð á vogarskálarnar til að hraða árangri Heimsmarkmiðanan og skapa þannig betra líf á heilbrigðari plánetu í allra þágu.

Áhrifavaldar

Valinn hópur kunnra áhrifavalda, Hringborð stuðningsmanna (Circle of Supporters) mun eggja fólk til dáða og aðgerða innan vébanda Heimsmarkmiðanna og hvetja þá sem ákvarðanir taka, til að grípa til brýnna aðgerða nú þegar.   

Nánari upplýsingar um Heimsmarkmiðin má finna hér.

Nánari upplýsingar um leiðtogafundinn um Heimsmarkmiðin má finna hér .

Myllumerki: #GlobalGoals