Útlit fyrir að 2014 verði heitasta ár í sögunni

0
454

warm

3.desember 2014. Árið 2014 er að verða eitt heitasta ef ekki heitasta ár frá því mælingar hófust, samkvæmt bráðabirgðamati Alþjóða Veðurfræðistofnunarinnar (WMO).

Ástæðan er hátt hitastig yfirborðs sjávar í heiminum, sem mjög líklega helst yfir meðaltali til loka ársins. Hátt hitastig sjávar, auk annara þátta, ýtti svo undir miklar rigningar og flóð í mörgum ríkjum en öfgakennda þurrka í öðrum.

JarraudBráðabirgða upplýsingar fyrir 2014 benda til að fjórtán af fimmtán heitustu árum frá upphafi, séu á 21.öld,” segir Michel Jarraud, forstjóri WMO. “Það er ekkert lát á hlýnun jarðar.”

Ef fram heldur sem horfir í nóvember og desember verður 2014 líklega hlýjasta ár sem skrásettar upplýsingar eru til um, heitari en 2010, 2005 og 1998. Þetta staðfestir undirliggjandi langtíma þróun. Mikilvægt er að hafa í huga að við röðun ára eftir hitastigi, munar stundum aðeins nokkrum hundraðshlutum úr gráðum og því ekki að undra að röðin sé breytileg eftir uppruna upplýsinganna.

Bráðabirgða niðurstöður WMO um loftslag jarðar 2014 gefa til kynna að meðaltals lofthiti yfir landi og yfirborði sjávar frá janúar til október hafi verið um 0.57° gráðum yfir meðaltali áranna 1961-1990 og 0.09°C yfir meðltali síðustu tíu ára (2004-2013).“Það sem við höfum séð árið 2014 er í samræmi við það sem búast má við af breytilegu loftslagi,” segir Jarraud, forstjóri WMO.

 Hitamet hafa verið slegin og á sama tíma hefur úrkoma verið mikil og flóð rænt fólk lífsbjörginni og kostað mannslíf. Það sem er sérstaklega óvenjulegt og ógnvekjandi er hátt hitastig stórs hluta sjávar, þar á meðal á norðurhveli. LIMAopeningofcop

Bráðabirgðayfirlýsingin var gefin út í dag til kynningar á árlegu Loftslagsþingi sem haldið er í Lima í Perú. Þar koma saman aðilar Rammasáttmála Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem ma.inniheldur Kyoto-bókunina. Þar er stefnt að því að leggja grunn að nýjum loftslagssáttmála sem stefnt er að að klára í París að ári eða í desember 2015.