20 ár frá ályktun 1325: hægar framfarir

0
673
Konur, friður og öryggi

Tuttugu árum eftir samþykkt tímamóta-ályktunar Öryggisráðsins 1325 hefur hlutur kvenna í friðargæslu í heiminum aukist verulega. Hins vegar hefur aðgerða-áætlunum einungis verið hrint í framkvæmd að hluta og framfarir eru hægar. Þá hafa grundvallarsjónarmið alþjóðlegra mannúðar- og mannréttindalaga átt undir vaxandi högg að sækja.

Konur, friður og öryggi Nú árið 2020 er þess minnst að tuttugu ár eru frá því Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 1325 um Konur, frið og öryggi. Það er fyrsta ályktun Öryggisráðsins þar sem forystuhlutverk kvenna í alþjóðlegum friðar- og öryggismálum er viðurkennt. Einnig er hlutur kvenna í því að koma í veg fyrir átök, friðargæslu og friðaruppbyggingu viðurkennt.

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur beitt sér fyrir friðargæslu-frumkvæði. Í því felst mikilvæg pólitísk skuldbinding um að hrinda í framkvæmd helstu forgangsmálum varðandi konur, frið og öryggi. Þar er þung áhersla á fulla og þýðingarmikla þátttöku kvenna á jafnréttisgrundvelli í friðarferlum og pólitískum lausnum enda skipti slíhöfuðmáli í skilvirkri friðargæslu og varanlegum friðarsamkomulögum. Konur, friður og öryggi

Varanlegri niðurstöður

Margt bendir til að þátttaka kvenna í friðarferli skipti sköpum um að friðarsamkomulög séu varanlegri og haldi betur eftir að átökum lýkur. Reynslan af aukinni þátttöku kvenna í friðargæsluverkefnum er sú að skilvirkni verkefnanna hefur aukist. Þá hefur  aðgangur að samfélögum sem þjónar er batnað. Auðveldar það mannréttindastarf og vernd almennra borgara.

Þátttaka kvenna er einnig hvatning um aukna þátttöku kvenna í friðarferli og pólitískri ákvarðanatöku. Þá hefur komið í ljós að því fleiri konur koma að friðarsamningum, því varanlegri eru þeir. Og þegar konur eru á meðal þeirra sem skrifa undir, er líklegra er að þeir séu ekki dauðir stafir á blaði.

COVID-19 faraldurinn hefur hins vegar grafið undan þeim framförum sem náðst hafa varðandi þátttöku kvenna í friðar- og pólitiskum ferlum.

Norrænar konur eru virkar

Konur, friður og öryggi
Photos: UN/MINUSCA – Herve Serefio

Norrænar konur hafa látið til sín taka á þessu sviði og komið á fót tengslaneti (Nordic Women Mediators) þar sem konur sem hafa reynslu af málamiðlun, friðaruppbyggingu og samningaviðræðum skiptast á skoðunum og reynslu. Tengslanetinu var komið á fót í Osló í nóvember 2015. Norðurlöndin fimm vinna öll  að varanlegrum friði með þátttöku og virku starfi kvenna á öllum stigum friðarferla.

Mikið er óunnið

Mikilvægt er að styðja viðleitni til að fjölga háttsettum konum í stjórnmálum, stjórnarerindrekstri og friðar- og öryggisstöðum, þar á meðal sem friðarerindrekstri og málamiðlunu. Þá er þýðingarmikið að ríkisstjórnir og stofnanir þurfi að gera reikningsskil þannig að þau standi við fyrirheit um að veita fjármagni til málefna kvenna, friðar og öryggis.

Takið þátt í umræðunni, fylgist með  @UNPeacekeeping á Twitter, Facebook, og Instagram og notið myllumerkin #WPSin2020 og #UNSCR1325