47 sekúndur sem lögðu Haití í rúst

0
445
alt

Sameinuðu þjóðirnar minntust jarðskálftans mannskæða sem reið yfir Haítí fyrir ári með minningarathöfnum í Port-au-Prince, New York og víðar í heiminum, 12. janúar.
altStarfsmenn sendinefndar Sameinuðu þjóðanna, MINUSTAH í Port-au-Prince, sótti minningarathöfn þar sem m.a. var afhjúpaður minningarskjöldur um starfsmenn sem létust í jarðskjálftanum. Yfirmaður friðargæslu Sameinuðu þjóðanna, Alain Le Roy, aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna, var viðstadur.

 

Alain Le Roy, fylgist með Anthony Banbury afhjúpa minningarskjöld um fallna SÞ-liða í jarðskálftanum. SÞ-mynd: Logan Abassi.

altÍ höfuðstöðvunum í New York tók framkvæmdastjórinn, Ban Ki-moon þátt í athöfn þar sem lagður var táknrænn blómsveigur klukkan 4.53 síðdegis, nákvæmlega ári eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Þátttakendur stóðu þöglir í 47 sekúndur, nákvæmlega þann tíma sem jörðin skjalf á Haití.

200 þúsund létust í skjálftanum sem mældist 7.0 á Richter-kvarða; 300 þúsund slösuðust og 2.3 milljónir flúðu heimili sín eða um fjórðungur Haitíbúa. Höfuðborgin var jöfnuð við jörðu og efnahagslíf og innviðir urðu fyrir miklum skakkaföllum auk þess sem þrándur var lagður í götu yfirstandi stofnana-uppbyggingar.

Að auki létust 102 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sem er mesta mannfall sem samtökin hafa orðið fyrir í einu. Le Roy, yfirmaður friðargæslunnar flutti Haitíubúum boðskap framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og hvatti jafnframt ríki heims til að standa við stór orð um samstöðu sem féllu skömmu eftir jarðskjálftann fyrir ári, þar á meðal á ráðstefnu gefenda í mars síðstliðnum.