Að aðstoða palestínska flóttamenn

0
960
Palestínskir flóttamenn SÞ75

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (15) ??

SÞ75 logo

Alþjóðasamfélagið hefur um árabil reynt að finna friðsamlega lausn á deilum Ísraela og Palestínumanna.

Á sama tíma hefur Palestínu-flóttamannahjálpin (UNRWA) haft það hlutverk að aðstoða fjórar kynslóðir palestínskra flóttamanna. UNRWA hefur séð um að reka menntakerfi, heilsugæslu, félagslega þjónustu, smálánaþjónustu og neyðarastoð. Í dag sinnir UNRWA alls fimm milljónum palestínskra flóttamanna í Mið-Austurlöndum.

Verkefni UNRWA er og hefur verið að sinna velferð og þróun palestínskra flóttamanna en þeir eru samkvæmt skilgreiningu allir þeir sem bjuggu í Palestínu frá 1.júní 1946 til 15.maí 1948 og hafa misst heimili sín og lífsviðurværi vegna átakanna 1948. Þá eiga afkomendur palestínskra flóttamanna – karla- rétt á vernd og þjónustu.

Sjá nánar hér: https://www.unrwa.org/who-we-are?tid=86

MótumFramtíðOkkar #UN75