Ónotuð gögn sem skaða loftslagið

0
836
Skuggagögn, loftslagsmál

Fyrirtæki, samtök og stofnanir geyma gríðarlegt magn af ónotuðum gögnum á tölvum sínum og í netheimum. Gögn sem oft og tíðum koma að engum notum valda losun koltvísýrings enda er geymslan orkufrekari en margur hyggur.

Á hverjum degi er framleitt sífellt meira magn strafrænna gagna í heiminum. Bið skrifum tölvupósta og orðalista, við sláum inn færslur og yfirlit yfir heimasíðunotkun og söfnum yndum og myndböndum. Milljarðar og aftur milljarðar af alls kyns skrám bætast við á hverjum degi og hlaðast upp á netþjónum um allan heim.

Á ensku er þetta kallað dark data eða „skuggagögn” en þó er ekkert skuggalegt við þetta annað en að þarna hlaðast upp stafræn gögn sem koma að engum notum, geymd en oftast nær gleymd. Líkja má stærstum hlutanum við ólesinn tölvupost eða myndir í símanum sem enginn skoðar.

Bandaríska tölvufyrirtækið Veritas Technologies gerði úttekt á málinu og komst að þeirri niðurstöðu að 52% allra gagna fyrirtækja og stofnana um allan heim væru slík skuggagögn. Varðveisla þessa óþarfa krefst mikillar orkunotkungar. Telur Veritas Technologies að ónotuð gögn valdi losun 6.4 milljóna tonna af koltvísýringi á ári.

Eyðið ónauðsynlegum upplýsingum

6,4 milljón tonn af koltvísýringi er hátt í öll losun Íslands á ári. Þar sem hér er um að ræða óþarfa geymslu er þetta hins vegar verulega mikið.

„Einstaklingar og fyrirtæki um allan heim eru að reyna að minnka kolefnisfótspor sitt en hugsa sjaldnast um þessi skuggagögn. En koltvísýringslosunin er meiri en hjá 80 ríkjum um allan heim og því er þetta málefni sem allir ættu að taka alvarlega,“ segir Phil Brace hjá Veritas Technologies. „Það ætti að vera siðferðileg skylda allra fyrirtækja að fara í gegnum skuggagögnin og eyða þarflausum upplýsingum.“

Vöxtur netsins 

Síðustu ár hefur athygli beinst sífellt meira að því hversu mikil byrði hin stafræni heimur er á jörðinni og loftslaginu. Kolvtvísýringur er losaður í hvert skipti sem við streymum myndböndum eða sendum tölvupóst og þótt bæði tæki í einkaeigu og gagnaver nýti orku sífellt betur eykst netumferðin gríðarlega. Sífellt fleiri nota netið og notkun hvers einstaklings eykst. Að mati Sameinuðu þjóðanna hefur meir en einn milljarður manna fengið aðgang að netinu á síðustu fimm árum. Alþjóða orkumálastofnunin telur að nettokun hafi fimmfaldast á sama tíma.

Þar að auki eru ýmis tæki tengd í auknum mæli við nteið, hvort heldur sem er ísskápar, loftræstikerfið eða ljós, auk þess sem fyriræki nýta sér stafrænar lausnir hröðum skrefum.  Netvæðing hlutanna hefur líka í för með sér mikla aukningu gagnageymslu og ar með skuggagagna. Veritas Technologies telur að stafrænt gagnamagn fimmfaldist á árabilinu 2018-2025. Phil Brace fulltrúi Veritas Technologies leggur áherslu á að fyrirtæki neyðist til að grípa í tauman til þess að allt þetta gagnamagn safnist ekki bara fyrir og gleymist.

„En,” bæti hann við, „við getum öll lagt okkar lóð á vogarskálarnar. Við geymum öll gögn sem við munum aldrei nota afutr, af því geymsluplássið er svo ódýrt og aðgengilegt. Myndir og myndbönd í þúsundatali sem við horfum aldrei á og tölvupóstar sem við lesum ekki og það eru hundruð milljónir manna sem hér um ræðir.“

(Heimild: „Ryd op i den mørke data og hjælp klimaet“ eftir  Anders Seneca Bang/Verdens bedste nyheder)