700 aðgerðir kynnntar á Vatnsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna

0
172
Vatnsráðstefna Sameinuðu þjóðanna
Vatnsráðstefna Sameinuðu þjóðanna

 Vatnsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Rúmlega 700 skuldbindingar voru kynntar á Vatnsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 22.-24 mars. Allar miða skuldbindingarnar að því að tryggja aðgang að fersku vatni.

Um tíu þúsund mannstóku þátt í ráðstefnunni í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York eða í krafti netaaðgangs. Umræðan snérist um að efla aðgerðir til höfuðs kreppu sem ríkir í vatns og hreinlætismálum í heiminum

Holland og Tadjikistan voru í forsæti ráðstefnunnar á samt Efnahags-og félagsmáladeild Sameinuðu þjóðanna (DESA). Á meðal þátttakenda voru leiðtogar ríkja, oddvitar borgaralegs samfélags, leiðtogar úr atvinnulífinu, vísindamenn, fræðimenn, fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og ýmissra alþjóðlegra stofnana.

Vatnsráðstefna Sameinuðu þjóðanna
Mynd: Cia Could/Unsplash

Sameiginlegt markmið þátttakenda var að þoka heiminum nær því að tryggja jafnan sanngjarnar aðgang allra að hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu. Þetta er kjarni sjötta Heimsmarkmiðs Sameinuðu þjóðanna.

“Þær skuldbindingar sem kynntar hafa verið á ráðstefnunni munu þoka mannkyninu áleiðis að framtíð þar sem öllu jarðarbúum er tryggður öruggur aðgagnur að vatni,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna við lok ráðstefnunnar.

Ítrekað var á ráðstefnunni að mannréttindi fælust í aðgangi að vatni.

Skuldbindingar á ráðstefnunni eru nú færðar inn í Vatns-aðgerða áætlun (Water Action Agenda). Verið er að íhuga stofnun sérstakst erindreka Sameinuðu þjóðanna um vatn.