Menntun til höfuðs kynþáttahyggju

0
171
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb þrælasölu yfir Atlantshaf
Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb þrælasölu yfir Atlantshaf Mynd: UN Photo/Marco Dormino

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb þrælasölu yfir Atlantshaf. Menntun er öflugasta vopnið til að brjóta á bak aftur arfleifð kynþáttahyggju, að mati aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna.

„Það er skylda okkar, að takast á við þessa arfleifð,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn António Guterres. Hann lét þessi orð falla á sérstökum fundi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í tilefni af því að Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb þrælahalds á þrælasölu yfir Atlantshaf er haldinn 25.mars.

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb þrælasölu yfir Atlantshaf
Námsmenn frá Mexíkó heimsækja sýningu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Mynd: UN News/Eileen Travers

Þrælasalan, einn skelfilegasti glæpur mannkynssögunnar, var lögleyfð í rúm 400 ár – langt fram á 19.öld. Á þeim tíma voru meir en 15 milljónir konur, karla og barna seld mansali.

Þema alþjóðlega dagsins að þessu sinni er: „Að berjast gegn arfleifð þrælahalds með umbreytingarafli menntunar.“

Á sama tíma og nýlenduherrar byggðu auð og velmegun á þrælasölu, var meginland Afríku lagt í rúst og þróun þess hindruð um aldir, sagði Guterres.

Kennum sögu andspyrnu

Hann varaði við því að áhrif þeirra sem trúa á yfirburði hvíta kynstofnsins færu vaxa ndi.

Guterres hvatti til þess að höfð skyldi heiðri saga réttáttrar andstpyrnu, þolgæði og mótþróa hetja á borð við Nanny drottningar Maroons á Jamaica, drottningarinnar Ana Nzingaof Ndongo frá Angola, frelsishetjunnar Sojourner Truth og Toussaint Louverture frá Saint-Domingue, sem nú er þekktur sem faðir Haítí.

„Með því að kenna sögu þrælahalds, eflum við varnir gegn verstu tilhneigingum mannkynsins. Með því að heiðra fórnarlömb þrælahalds, endurreisum við að einhverju leyti reisn fólksins sem var fótum troðið.“