91 árás staðfest á heilbrigðiskerfi Úkraínu

0
538
Dr Hans Kluge á blaðamannafundi í L´viv í dag.
Dr Hans Kluge á blaðamannafundi í L´viv í dag. Mynd: WHO.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur nú staðfest 91 árás á heilbrigiðskerfið í Úkraínu frá því innrás Rússlands hófst fyrir rúmum mánuði. Dr.Hans Kluge, forstjóri Evrópuskrifstofu WHO sagði á blaðamannafundi í dag að heilbrigðisástandið færi síversnandi í Úkraínu.

Sjúkrabíll í ÚkraínuHlutfall bólusetninga við lömunarveiki og mislingum er orðið lægra en svo að það tryggi hjarðónæmi. Helmingur lyfjabúða landsins er lokaður. Eitt þúsund heilbrigðisstofnanir eru nærri átakasvæðum eða hafa fallið í hendur innrásarliðsins. Mæður 80 þúsund barna, sem munu fæðast á næstu þremur mánuðum, munu ekki njóta nægilegrar heilbrigðisþjónustu fyrir og eftir fæðingu og nýburarnir ekki nauðsynlega aðhlynningu.

Samstaða með heilbrigðisstarfsmönnum í Úkraínu

„Ég tala við ykkur í dag frá borginni L´viv í vesturhluta Úkraínu þar sem WHO samræmir aðgerðir sínar í öllu landinu. Ég er sjálfur læknir og er kominn til Úkraínu til að sýna Kona með barn í fanginusamstöðu með heilbrigðisstarfsmönnum landsins,“ sagði dr. Hans Kluge á blaðamannafundi sínum. „Ég tala fyrir hönd allrar WHO-fjölskyldunnar þegar ég segir að von mín er sú að þessu stríði ljúki sem fyrst án meiri blóðsúthellinga. Því miður er ekki útlit fyrir að sú ósk rætist.”

Alþjóða heilbrigðisdagurinn er í dag, 7.apríl, en þann dag var Alþjóða heilbrigðismálastofnunin, stofnuð fyrir 74 árum, að lokinni Síðari heimsstyrjöldinni. Grundvallar hugsjón WHO er að heilbrigði sé mannréttindi og að öllum beri að njóta sem bestrar heilsugæslu.

„Á Alþjóða heilbrigðisdeginum, ítreka ég að WHO er staðráðið í að sjá til þess að allir njóti heilsugæslu, hvar sem þeir búa í 53 ríkjum Evrópu og mið-Asíu sem undir Evrópu skrifstofuna heyra.“

WHO hefur komið til skila 185 tonnum af hjúkrunargögnum til þeirra hluta Úkraínu sem harðast hafa orðið úti. 125 af bráðnauðsynlegum birgðum eru einnig á leiðinni.

Alþjóða heilbrigðisdagurinn
Alþjóða heilbrigðisdagurinn

Okkar pláneta, Okkar heilsa

 Þema Alþjóða heilbrigðisdagsins að þessu sinni er „Okkar pláneta, okkar heilsa.“ Hvetur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin leiðtoga heims og almenning til að slá skjaldborg um heilbrigði og milda áhrif loftslagsbreytinga.

Sjá nánar hér.