Alþjóða heilbrigðisdagurinn: Plánetan okkar, heilsan okkar

0
643
Alþjóða heilbrigðisdagurinn
Alþjóða heilbrigðisdagurinn

Ágangur mannsins á náttúruna hefur aukið hættuna á því að sjúkdómar berist úr dýrum í menn. 60% allra smitsjúkdóma eiga uppruna í dýrum, aðallega villtum dýrum.

Alþjóða heilbrigðisdagurinn
Alþjóða heilbrigðisdagurinn

7.apríl er Alþjóða heilbrigðisdagurinn. Þema dagsins að þessu sinni er Plánetan okkar, heilsan okkar.

Eyðing skóga, viðskipti með villt dýr og neysla á afurðum þeirra eru talin hafa átt sök á að COVID-19 skaut upp kollinum. Til þess að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19 og annara sjúkdóma þarf að ganga lengra til að ná tökum á fremrásinni. Til þess að minnka hættuna þarf að höggva að rótum vandans sem er ágangur mannsins á náttúruna.

En þetta eru ekki einu árekstrar manns og náttúru sem hafa áhrif á heilsuna.

Loftmengun

Alþjóða heilbrigðisdagurinn
Alþjóða heilbrigðisdagurinn

Loftmengun er ein alvarlegasta umhverfisógnin við heilsu mannsins. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að sjö milljónir snemmbærra dauðsfalla megi rekja á ári hverju til loftmengunar. Hálf milljón manna deyr af þessum völdum á Evrópusvæði WHO.

Sumar tegundir loftmengunar eru bæði heilsuspillandi og valdar að hlýnun jarðar. Slík mengun varir í loftinu í nokkra daga eða mánuði. Ef takast má að ryðja þessum skaðvaldi úr vegi hefur það bæði góð góð áhrif á heilsuna og loftslagið.

Loftslagsbreytingar eru heilbirigðsvá því þær knýja áfram banvænar hitabylgjur, flóð og ýta undir vannæringu og smitsjúkdóma. Nánast öll viðleitni til að draga úr loftmengun hefur góð áhrif til mildunar áhrifa loftslagsbreytinga. Að sama skapi bæta aðgerðir til að draga úr þeim, loftgæðin.

Úrgangur

Alþjóða heilbrigðisdagurinn
Alþjóða heilbrigðisdagurinn

Iðnaðar-úrgangur, urðun, aukin notkun efna og hættulegra efnasambanda og slök umhverfisstjórnun síðustu áratugi hafa skilið eftir sig djúp spor í öllu Evrópuumdæmi WHO. Talið er að innan Evrópusambandsins séu 2.8 milljónir mengaðra svæðpa.

Öruggt drykkjarvatn, fullnægjandi salerni og hreinlæti eru þýðingarmikil fyrir heilsu mannsins og velferð hans. Engu að síður líða milljónir manna fyrir ófullnægjandi vatns-, salernis- og hreinlætisaðstöðu, sem eru hreinustu gróðrastíur fyrirbyggjanlegra sjúkdóma. Vatns-, salernis -og hreinlætisskortur dregur úr lífsgæðum og grefur undan grundvallar mannréttindum og sjálfri heilsunni.

Heilbrigðari morgundagur

Til þess að skapa heilbrigðar borgir og samfélög er nauðsynlegt að þróa fleiri græn svæði til þess að fólk geti notið virkrar afþreyingar og afslöppunar. Loftmengun minnkaði á meðan COVID-19 faraldurinn var í hámarki. Þetta á sérstaklega við um köfnunarefnisoxíð (NOₓ), sem tengist mikilli umferð.

Alþjóða heilbrigðisdagurinn
Alþjóða heilbrigðisdagurinn

Reynslan af þessum afleiðingum COVID-19 sýnir hversu samgöngustefna og vinna, nám og neysla fólks, getur haft afleiðingar á loftið sem við öndum að okkur. Þetta ætti að vera tekið með í reikninginn í öllum áætlunum um endurreisn eftir heimsfaraldurinn.

Átak WHO, Heilbrigðar evrópskar borgir (European Healthy Cities Network), hefur verið frumkvöðull í meir en þrjátíu ár í að skapa heilbrigðara borgarumhverfi, sem er heilbrigðisvænt og eykur vellíðan íbúa og samfélaga.  Margir leggja hönd á plóg í margslungnum samfélögum samtímans, en borgir eru í kjörstöðu til að taka forystu og takast á við vandamál á staðnum.   

Við skulum ekki láta við það sitja að ímynda okkur heilbrigðari morgundag, heldur gera eitthvað í málinu.