Að banna notkun eiturefna

0
618
75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Stokkhólmssamningur Sameinuðu þjóðanna um bann við notkun tiltekinna eiturefna markar tímamót. Hann miðar að því að losa heiminn við sum hættulegustu efni sem um getur.

SÞ75 logo

179 ríki hafa staðfest samninginn. Þar er fjallað um notkun 23 hættulegra efna, þar á meðal skordýraeiturs og gerviefna sem geta stofnað lífi fólks í hættu. Þau geta eyðilagt tauga- og ónæmiskerfi, valdið krabbameini, skaðað frjósemi og hindrað þroska og vöxt barna.

Aðrir samningar Sameinuðu þjóðanna og aðgerðaáætlanir miða að því að tryggja fjölbreytni lífríkisins, vernda dýr í útrýmingarhættu, berjast gegn eyðimerkurvæðingu, hreinsa úthöfin og stöðva flutninga á milli landa á hættulegum úrgangi.

MótumFramtíðOkkar #UN75