UNCTAD

0
565

 Stærsti upplýsingageirinn í Finnlandi

sími16. febrúar 2012. Finnland hefur hlutfallslega stærsta uplýsingageirann í heiminum að því er fram kemur í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Nærri tíundi hver vinnufær maður, utan landbúnaðar, starfar í upplýsingageiranum Upplýsingarnar er að finna í skýrslu frá Ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Viðskipti og þróun (UNCTAD) en þar kemur einnig fram að upplýsingasamfélagið hefur vart slitið barnsskónum í mörgum þróunarríkjum.

Talnagrunnur UNCTAD nær að vísu aðeins til 57 hagkerfa sem því miður er útaf fyrir sig til marks um þá gjá sem er á milli þróaðra og vanþróaðra ríkja á þessu sviði. Ekkert þeirra ríkja sem teljast til hinna vanþróuðustu (LDC – ríkjanna) skila inn upplýsingum um stærð upplýsinga- og samskiptageirans. Af þeim ríkjum sem upplýsingar eru á annað borð til um er hlutfall starfsmanna í upplýsingageiranum frá um tvö prósent í Aserbæjan, Króatíu og Kasakstan til meir en átta prósent í Finnlandi, Ísrael og Svíþjóð. Þessi hluti hagkerfisins skipar þó sífellt stærra rúm í allnokkrum þróunarríkjum og ber Indland þar hæst. Hluti upplýsinga- og samskiptageirans þar jókst úr 3.4 prósentum 2000-2001 í 5.9 prósent 2007-2008. Síðastliðinn áratug hefur geirinn stækkað árlega um tuttugu prósent í Kenía og staðið fyrir 24% af hagvaxtaraukningu landsins árlega. Þá skila störf í þessum geira yfirleitt meiri virðisauka en önnur störf. Hér má sjá skýrsluna í heild: http://www.unctad.org/en/docs/ier2011_en.pdf