Að greiða fyrir fjarskiptum

0
606
fjarskipti SÞ 75

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Alþjóða fjarskiptastofnunin (ITU) fylkir liði ríkisstjórna og fagaðila. Markmið samstarfsins er að þróa og samræma fjarskiptanet- og þjónustu um allan heim.

UN75

Hún hefur samræmt nýtingu útvapsbylgja. ITU samræmdi einnig brautir gervihnatta sem hringsóla í kringum jörðina. Þá hefur stofnunin sinnt þróun fjarskipta í þróunarlöndum, ekki síst innviða.

Frá farsíma til gervihnatta

Það hefur verið á hennar snærum að semja um alþjóðlega staðla til að tryggja snurðulaus tengsl ólíkra fjarskipta-kerfa. ITU hefur að markmiði að tryggja að heimurinn tengist innbyrðis hvort heldur sem er á breiðbandi, þráðlausu neti, með síma eða sjónvarpi. ITU kemur að öryggi siglinga og flugs. Veðurathuganir sem byggja á gervihnöttum eru á hennar könnur,  að ógleymdri næstu kynslóð farsíma. Fjarskiptaiðnaðurinn er nu talinn velta $2.1 trillljón Bandaríkjadala árlega.