A-Ö Efnisyfirlit

Að skjóta stoðum undir atvinnulífið 

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳

UN 75Samskipti Sameinuðu þjóðanna við fyrirtæki hafa breyst á undanförnum árum. Fyrirtæki sem hafa samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi starfa nú við hlið samtakanna við að bæta heiminn.

Starf UN Global Compact, samtaka SÞ um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, hverfist um tíu grundvallaratriði þar á meðal mannréttindi og baráttu gegn spilling. Á loftslagsaðgerðafundi Sameinuðu þjóðanna fyrir örfáum árum kynntu fyrirtæki skuldbindingar sínar til að milda áhrif loftslagsbreytinga.

Alþjóðleg samtök atvinnulífs vilja í sívaxandi mæli eiga samvinnu við alþjóða samfélagið til þess að leita lausna á vanda mannkynsins. En þetta snýst ekki eingöngu um að vera nýtur þjóðfélagsþegn heldur ekki síður um góð viðskipti.

Sameinuðu þjóðirnar eru góður viðskiptavinur. Á þeirra vegum hefur verið komið á fót svokölluðum “mjúkum innviðum” í þágu hagkerfis heimsins sem með því að stuðla að samþykkt alþjóðlegra tæknilegra staðla á ýmsum sviðum svo sem í tölfræði, viðskiptalögum, tollmeðferð, höfundarrétti, siglingum, flugi og fjarskiptum auk þess að glæða virkni í hagkerfum og draga úr kostnaði við fármagnsflutninga.

Þá hefur á vegum samtakanna verið lagður hornsteinn að fjárfestingum í hagkerfum þróunarríkia með því að stuðla að stöðugleika og góðum stjornarháttum, upprætingu spillingar og hvetja til skynsamlegrar efnahagsstefnu og viðskiptavænnar lagasetningar.

MótumFramtíðOkkar #UN75

Fréttir

Guterres segir að lýð- og þjóðernishyggja hafi brugðist

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í dag á Allsherjarþingi samtakanna að heimurinn stæði...

Forsætisráðherra: jafnrétti verði í fyrirrúmi í endurreisn eftir COVID-19

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hvatti til þess að “jafnrétti kynja og kynþátta” verði í fyrirrúmi...

UNICEF og samskiptamiðlar sameinast gegn neteinelti

Helstu samskiptamiðlar hetims hafa tekið höndum saman með UNICEF í baráttunni gegn neteinelti. Barnahjálp Sameinuðu...

Mikill stuðningur við alþjóðlega samvinnu

Heimsbyggðin hefur þessa stundina mestar áhyggjur af aðgangi að heilsugæslu, hreinu drykkjarvatni, hreinlætisaðstöðu og...

Álit framkvæmdastjóra