Að útrýma lömunarveiki

0
801
lömunarveiki

?? 75 ára afmæli  – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (24) ??

SÞ75 logo

Lömunarveiki (mænusótt) hefur enn ekki verið útrýmt þótt tilfellum hafi fækkað um 99% frá því árið 1988. Þá voru skráð 350 þúsund tilfelli í heiminum en árið 2017 voru þau aðeins 22. Í dag eru aðeins þrjú ríki sem aldrei hefur tekist að stöðva lömunarveiki-smit en þau eru Pakistan, Afganistan og Nígería.

Þökk sé alþjóðlegu átaki til að uppræta sjúkdóminn geta 18 milljónir manna gengið sem ella hefðu orðið lömun að bráð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO), UNICEF, Rotary International og bandaríska smitsjúkdómastofnunin hafa tekið höndum saman í átaki til útrýmingar lömunarveik. Útrýming veiki sem lamaði börn I 125 ríkjum er innan seilingar.

Svo lengi sem eitt barn…

Þrátt fyrir þennan árangur á síðustu rúmu þremur áratugum eru börn um allan heim í hættu á að smitast svo lengi sem svo mikið sem eitt barn í heiminum er með lömunarveiki. Veiran getur auðveldlega borist til ríkja þar sem lömunarveiki hefur verið útrýmt og getur smitast ef fólk hefur ekki verið bólusett.

Ef ekki tekst að útrýma lömunarveiki gætu tilfellum fjölgað í 200 þúsund á ári á innan við tíu árum um allan heim.

Það er engin lækning við lömunarveiki, en hægt er að hindra smit. Ítrekuð bólusetning getur bjargað lífi barns.

Átakið við að útrýma lömunarveiki hefur fyrst og fremst bjargað lífi og heilsu milljóna, en þar að auki sparað heiminum andvirði 27 milljarða Bandaríkjadala á síðustu 30 árum.

Sjá nánar hér: https://www.un.org/un70/en/content/70ways/index.html

MótumFramtíðOkkar #UN75