Að vernda menningararfleifð

0
600
Heimsminjar

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

UNESCO, Mennta, vísinda og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna sinnir verndun menningar- og náttúruarfleifðar heimsins.  Stofnunin tekur saman Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (World Heritage List).

SÞ75 logo

Tvenns konar minjar geta komist á heimsminjaskrána: mannvirki og náttúrufyrirbæri. Menningararfleifðinni tilheyra söguleg mannvirki, byggingar og sérstakt menningarlandslag sem hefur að geyma sögulega, listræna, vísindalega, þjóðfræðilega eða mannfræðilega eiginleika

20 – 30 staðir bætast við listann á hverju ári. Fyrstu minjarnar voru samþykktar inn á heimsminjaskrána árið 1978. Meðal þeirra voru norrænu minjarnar í L´Anse aux Meadows í Kanada og Galapagoseyjar. Ári síðar voru fyrstu minjarnar á Norðurlöndum, Urnes stafkirkjanog Bryggjan í Bergen í Noregi samþykktar sem heimsminjar.

Þingvellir voru færðir á Heimsminjaskrána árið 2004.