A-Ö Efnisyfirlit

Perez de Cuéllar látinn

Javier Perez de Cuéllar fimmti aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er látinn hundrað ára að aldri.

Perez de Cuéllar var stjórnarerindreki, lögfræðingur og prófessor frá Perú, fæddur í Lima 19.janúar 1920. Hann er eini Suður-Ameríkumaður sem hefur gegnt starfi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, 1982-1991.

Perez de Cuellar í heimsókn í úthverfi Windhoek í Namibíu 1989.

Hann lifði ekki aðeins í heila öld heldur spannar líf hans alla sögu Sameinuðu þjóðanna því hann var í hópi fulltrúa á fyrsta Allsherjarþingi samtakanna árið 1946.

Þegar hann tók við embætti var eitt fyrsta verkefni hans að stýra spennuþrungnum viðræðum á milli Breta og Argentínumanna vegna deilna um yfirriáð yfir Falklandseyjum/Malvinas.

Perez de Cuellar
Perez de Cuéllar, hitti Móður Teresu 1985.

„Pérez de Cuéllar náði umtalsverðum árangri með diplómatískum aðgerðum, þar á meðal þegar Namibía hlaut sjálfstæði, bundinn var endi á stríð Íraks og Írans, bandarískir gíslar látnir lausir í Líbanon, friði komið á í Kambódíu og á síðustu dögum hans í embætti samþykkt sögulegs friðarsamkomulags í El Salvador, sagði António Guterres núverandi aðalaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu.

Á öðru kjörtímabili hans voru sovéskir hermenn kallaðir heim frá Afganistan og hann átti þátt í að koma á pólitískum stöðugleika í Nikaragúa.

Fréttir

Frumbyggjar: Sanneiksnefndir og aukinn áhugi

Áhugi á frumbyggjum Norðurlanda hefur aukist verulega jafnt í alþjóðamálum sem menningum og listum á undanförnum áratugum. Annars vegar Inúitar á Grænlandi og hins vegar Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og raunar einnig Rússlandi teljast til frumbyggja. Stjórn Grænlendinga í eigin málum hefur farið vaxandi og sannleiks- og sáttanefndir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi um málefni Sama í öllum þremur Norðurlanda þar sem þeir búa. 9.ágúst er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

SÞ taka virkan þátt í hjálparstarfi í Líbanon

Sameinuðu þjóðirnar vinna náið með yfirvöldum í Líbanon við að takast á við afleiðingar...

Tími kominn til að binda enda á kjarnorkuvána

Þess er minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að 75 ár eru liðin frá kjarnorkuárásunum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Í myndbands-ávarpi í dag vottaði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fórnarlömbum árásanna virðingu sína og lauk lofsorði á eftirlifendur og baráttu þeirra gegn kjarnorkuvopnum.

Þurfum meira á menntun að halda en nokkru sinni...

Skólar voru lokaðir í 160 ríkjum um miðjan síðasta mánuð og meir en 1 milljarður námsmanna naut ekki kennslu vegna COVID 19 faraldursins. „COVID-19 faraldurinn hefur haft í för með sér mestu truflun í sögu menntunar,” sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann fylgdi úr hlaði stefnumótunarskýrslu um stöðu  mennntunar á tímum faraldursins.

Álit framkvæmdastjóra