Að vernda ósonlagið

0
703
Óslonlagið
Ósonlagið

?? 75 ára afmæli– 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum (29) ??

SÞ75 logo
Ósonlagið er varnarhjúpur í kringum jörðina. Það drekkur í sig skaðlega útfjólubláa geisla sólar og verndar okkur fyrir afleiðingum þeirra.  

Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP) og Alþjóða veðurfræðistofnunin (WMO) hafa leikið lykilhlutverk í því að vekja athygli á þeim skaða sem hefur orðið á ósonlaginu.

Þetta leiddi til þess að gengið var frá svokallaðri  Montreal bókun. Hún fól í sér að aðildarríki hættu smátt og smátt notkun efna sem ollu eyddi ósonlagsins og leysa þau af hólmi með öruggari efnum. Þetta hefur orðið til þess að milljónum manna hefur verið forðað frá því að fá húðkrabbamein af völdum útfjólublárra geisla.

Ósonskrifstofa er hýst innan UNEP í Nairobi í Kenía. Hún hefur á sinni könnu umsjón tveggja mikilvægra samninga um verndun ósonlagsins, annars vegar samnings sem kenndur er við Vínargborg og hins vegar Montreal bókunina. Samningarnir báðir hafa verið þýðingarmiklir í þvi að vernda ósonlagið og minnka gatið á því.

Ósonskrifstofan heldur ráðstefnur og fundi á vettvangi Vínarsamningsins og Montrealbókunarinnar og fylgist með því að ákvæði séu virt.

MótumFramtíðOkkar #UN75