Að koma í veg fyrir átök

0
673

"Fyrir liggur næstum allsherjar
samkomulag um að fyrirbyggjandi
aðgerðir séu ákjósanlegar til meinabóta
og að varnaráætlanir þurfi að beinast
að upptökum átakanna, ekki aðeins
að heiftarlegum einkennum þeirra."


Úr: Millenium Report

 

 

 

 

annan_peacekeepers.jpg

{mospagebreak title=Mikilvægar staðreyndir}

Mikilvægar staðreyndir
  • Árið 2000 hafa ekki verið átök milli stórveldanna í 55 ár, lengsta tímabil í sögu nútíma ríkjakerfis.
  • Árið 2000 markar einnig lok áratugs þegar borgarastyrjöldum, útrýmingu þjóðarbrota og þjóðarmorðum var haldið gangandi með vopnum sem nóg framboð er af á vopnaútsölum um allan heim og sem kostuðu yfir 5 milljónir mannslífa, og mörg fórnarlömbin eða jafnvel flest þeirra voru almennir borgarar.
  • Allt að þriðji hluti allra landa heims hafa upplifað heiftarleg átök á síðastliðnum 10 árum.
  • Talið er að á síðasta áratug hafi mannskæð átök kostað hið alþjóðlega samfélag því sem næst 200 miljarða bandaríkjadala, og er þá ekki talinn með óuppgefinn kostnaður þeirra landa sem áttu aðild að átökunum, sem máttu þola að efnahagsleg þróun landanna færðist til baka um nokkra áratugi
  • Rúmlega 40 mikils metnir stjórnarerindrekar og hátt settir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna starfa nú í nafni aðalframkvæmdastjórans sem sérstakir fulltrúar, sérstakir erindrekar eða ráðgjafar til að hafa umsjón með friðargæslu eða að byggja upp friðarsveitir eða að fylgjast með þróun mála, veita atbeina og gegna hlutverki sáttasemjara.

Eitt gramm af fyrirbyggjandi …

Að öllu jöfnu hugsar maður ekki út í það að með því að hafa stjórn á verslun með demanta sé hægt að hindra vopnuð átök. Demantar leiða yfirleitt hugann að einstaklega fallegum hlutum. Fyrir marga eru þeir tákn ástar og dálætis. Yfirleitt spyrjum við ekki hvaðan þeir eru upprunnir eða hverjir gráfu þá upp. Og yfirleitt tengjum við þá ekki vopnuðum átökum. En því miður eru sumir demantar – hinir svokölluðu "blóðugu demantar" – grafnir upp á ólöglegan hátt og seldir til að útvega fé til vopnakaupa.

Í Sierra Leone, létu þúsundir manna lífið í heiftarlegum átökum. Á tíma þegar friðarsamkomulagið var rofið héldu uppreisnarmenn átökunum áfram. Þessir hópar stjórna demantanámusvæðum landsins, og þeir nota ólöglegan ágóða til að fjármagna styrjaldirnar. Í þeim tilgangi að hafa stjórn á þessari ólögmætu umferð, lagði Öryggisráðið bann við innflutningi ólöglegra demanta frá Sierra Leone þann 5 júlí árið 2000.

Bannið er hluti af fyrirætlunum Öryggisráðsins um að koma í veg fyrir hina ólögmætu notkun náttúruauðæfa til að kynda undir vopnuðum átökum. Demantaiðnaðurinn tekur nú einnig þátt í að tryggja að verslun með "blóðuga demanta" verði stöðvuð. Samtök alþjóðlegra demantaframleiðaenda og Heimssamtök demanta kaupþinga hafa nýlega kynnt vottunarkerfi sem ætlað er að sanna uppruna demantanna.

…. veitir margfalda lækningu…

Átök eiga sér eðlilega og sífellt stað í samfélagi manna. Þau eru ekki alltaf ofsafengin og stundum eru þau jafnvel ekki vandamál. Þau eru leið sem við notum til að láta í ljósi fjölbreytileika okkar eða að koma breytingum á framfæri. Þegar átök í samfélagi eru vandlega undirbúin og framkvæmd, geta þau jafnvel orðið vextinum til góðs. Hins vegar, þegar andstæðir hópar hafa ekki hæfileika til að halda átökunum innan vissra ramma og þegar aðrir þættir svo sem óréttur, ójafnræði eða óuppfylltar væntingar eru til staðar, geta átök orðið ofstopafull og dregist á langinn.

Vopnuð átök geta haft hræðilegar afleiðingar. Afleiðingar þeirra snerta sum okkar alvarlega. Við missum fjölskyldumeðlimi eða við verðum að flýja frá heimilum okkar. Við veðum að lifa með afmyndaðan handlegg eða fótlegg. Aðrir meðal okkar verða vitni að þjáningum vina eða kunningja sem hafa orðið fyrir limlestingum. Enn aðrir kynnast þessum sorgaratburðum við lestur dagblaða og í sjónvarpi.

Tölfræðin segir okkur ekki fallega sögu. Á síðustu öld létu 100 milljón manns lífið í átökum milli landa, og 170 milljónir til viðbótar dóu af völdum stjórnmálalegs ofbeldis. Nú virðist fjöldi vopnaðra átaka milli ríkja fara minnkandi. Aðaldauðaorsökin í dag eru styrjaldir innan þjóða – sem stafa af uppreisnum, útrýmingu þjóðarbrota og græðgi. Fimm milljónir manna hafa látist í vopnuðum átökum innan þjóðarlandamæra á síðustu tíu árim. Mörg þessara fórnarlamba, í sumum tilfellum allt að 90 prósent, voru almennir borgarar. Síðari tíma átök og styrjaldir hafa látið eftir sig 20 milljónir flóttamanna og aðrar 24 milljónir uppflosnaðra.

Þessi átök eyðileggja líf fórnarlambanna og lífsgæði þeirra sem lifa þau af. Arfur þeirra er umfangsmikið félagslegt hrun og lögleysa. Efnahagslegar framfarir staðna og dragast aftur úr. Og hver getur reiknað út kostnað þjóðfélags, sem hefur misst lækna, kennara og aðra sérfrðæðinga, þegar skólar og innri uppbygging liggur í rúst. Hvernig er hægt að mæla þau áhrif sem þjóð verður fyrir þegar hún missir heila kynslóð af börnum.

{mospagebreak title=Að komast að upptökunum}

Að komast að upptökunum

Náttúruhörmungar er hægt að útskýra vísindalega, en það er mun erfiðara að skilja orsakir stríða. Félagsleg hegðun er ekki háð eðlisfræðilegum lögum á sama hátt og hvirfilbylir eða jarðskjálftar. Fólk skapar sína eigin sögu, stundum ofsafengna og stundum óútskýranlega. Aflið sem stýrir getur verið mjög margslungið. En ef okkur á að takast að koma í veg fyrir ágreining sem veldur dauða verðum við að hafa betri skilning á því sem veldur ágreiningnum.

Við þekkjum nokkrar aðstæður sem auka líkurnar á styrjöld.

  • Fátækt. Á síðustu árum hafa fátækar þjóðir til dæmis verið líklegri til að lenda í vopnuðum átökum en ríkar þjóðir. Fátæk lönd hafa minni efnahagslegan og stjórnmálalegan styrk til að takast á við átök. Fátæktin ein viðriðst þó ekki vera afgerandi þáttur og flest fátæk lönd lifa yfirleitt við friðarástand.
  • Ójöfnuður. Stríðshrjáð lönd líða oft fyrir ójöfnuð meðal félagslegra hópa í landinu. Þessi ójöfnuður getur átt rætur í þjóðarbrotum, trúarbrögðum, þjóðarkennd eða efnahagslegri eða félagslegri stéttarmyndun. Áhrif þessa miða að því að koma í veg fyrir jafnan aðgang fólks að stjórmálalegu valdi og loka veginum til friðsamlegra breytinga. Stundum brjótast ofsafengin átök út sem afleiðing af meðvituðum misrétti. "Hagsmunastefna" – Kynning á þjóðlegum, trúarlegum, þjóðernislegum goðsögum og sem sviptir hugmyndafræðina eiginleikum – skapar stjórnmálalega múgæsingamenn með auðveld tækifæri til að virkja stuðning við málefni þjóðrembinga. Þessu er í raun svona háttað þar sem minna en 20 prósent allra ríkja eru af sama þjóðernislega uppruna.
  • Efnahagsleg hnignun. Í eðli sínu skapar hnignandi efnahagur fleiri tilefni til átaka en vaxandi efnahagur. Þegar efnahagslegar endurbætur og uppbygging eru ekki samofnar félagslegum aðgerðurm fer ekki hjá því að stöðugleikinn veikist. Auk þess hefur veik ríkisstjórn litla getu til að stöðva uppþot og dreifingu ofbeldis.
  • Græðgi. Þótt styrjaldir séu kostnaðarsamar fyrir samfélagið í heild, geta þær samt sem áður verið ágóðasamar fyrir einhverja. Það skýrir baráttuna um yfirráð yfir náttúruauðlindum eins og demöntum, timbri eða öðrum verslunarvörum. Eiturlyf koma þar einnig oft við sögu. Þessum átökum er oft viðhaldið af tækifærissinnuðum einstaklingum eða áhugasömum aðilum í nágrannalöndunum. Alþjóðlegur viðskiptaáhugi getur einnig átt hlut að máli með því að stuðla að kaupum á illa fengnum hagnaði, aðstoð við hvítþvott og með því að sjá fyrir stöðugu flæði vopna til átakasvæða.

{mospagebreak title=Fyrirbyggjandi aðgerðir eru góðar, en…}

Fyrirbyggjandi aðgerðir eru góðar, en…

Mörg samtök og einstaklingar vinna að því að hindra það að vopnuð átök brjótist úr, eða að hindra að þau breiðist út ef þau eru hafin, eða að tryggja að þau brjótist ekki út aftur. Sameinuðu þjóðirnar sjálfar voru stofnaðar í þeim tilgangi að forða eftirkomandi kynslóðum frá hrellingum styrjalda."

Þessa almennu viðurkenningu, að fyrirbyggjandi aðgerðir séu af hinu góða, er samt sem áður ekki endilega hægt að nota á hagnýtan hátt. Ríki eru ekki alltaf sammála um hve mikil "utanaðkomandi afskipti" þeir vilja leyfa í þeirra eigin átökum eða hvort það þjónar þjóðarhagsmunum þeirra að hindra átök í öðrum heimshluta. Það er líka auðveldara að bregðast við þegar eitthvað á sér stað en að bregðast við til að koma í veg fyrir að eitthvað muni eiga sér stað. Af þessari ástæðu gætu stjórnmálaleiðtogar átt erfitt með að sannfæra þjóðina heima fyrir um að fyrirbyggjandi aðgerðir erlendis séu þess virði að fjárfesta í þeim. Þessar aðgerðir gætu haft í för með sér ærinn kostnað, og ágóðinn – sorglegir atburðir sem ekki eiga sér stað – er veikt hugtak þegar miðað er við kostnaðinn sem því er samfara. Af þessari ástæðu, hefur Kofi Annan aðalframkvæmdastjóri vakið athygli á að "fyrirbyggjandi aðgerðir krefjast framar öllu stjórnmálalegra forystuhæfileika."

{mospagebreak title=Gagnleg verkfæri}

Gagnleg verkfæri

"Fyrir Sameinuðu þjóðirnar, er ekkert markmið, engin skuldbinding, enginn metnaður mikilvægari en það að fyrirbyggja vopnuð átök. Að tryggja öryggi mannkyns, í víðustu merkingu, er meginmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Aðferðir til að ná því markmiði byggjast á einlægum og varanlegun fyrirbyggjandi aðgerðum. Efling lýðræðis, stjórnun sem byggð eru á lögum og virðing fyrir mannréttindum er meginuppistaðan."

Kofi Annan aðalframkvæmdastjóri

Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna gerði fyrirbyggjandi aðgerðir og það að fjarlægja hótanir gegn heimsfriði og öryggi að forgangsmálum Sameinuðu þjóðanna og jafnframt að almennri ábyrgð Allsherjarþingsins, Öryggisráðsins, aðalframkvæmdastjórans, Alþjóðadómstólsins og jafnvel Efnahags- og félagsmálaráðsins. Öryggisráðið hefur reyndar nýlega haldið fundaröð sem sérstaklega fjallaði um fyrirbyggjandi aðgerðir og hefur endurstaðfest hlutverk sitt hvað snertir að taka viðeigandi skref í þá átt að fyrirbyggja vopnuð átök.

Meðal þeirra verkfæra sem þessar stofnanir hafa eru samningaumleitanir, rannsóknir, málamiðlun, sættir, jöfnun deilu með gerðardómi og réttarfarslegar sáttagerðir. Varðandi fyrirbyggjandi aðgerðir geta Sameinuðu þjóðirnar notað:

• Fyrirbyggjandi stjórnarerindrekstur

Yfirleitt heyrum við ekki mikið um fyrirbyggjandi stjórnarerindrekstur meðan á honum sendur. Oft er um túnaðarmál að ræða, fundir háttsetra erindreka á bak við tjöldin. Það getur einnig verið í formi málamiðlana eða samningaumleitana og ber það mestan árangur ef því er beitt snemma í ferlinu. Að degi loknum er oft erfitt fyrir þá sem fylgjast með að vita hvort fyrirbyggjandi stjórnarerindrekstur hafi í raun og veru afstýrt átökum eða hvort ástandið hafi einfaldlega leystst af sjálfu sér. Hins vegar er auðvelt að sjá þegar fyrirbyggjandi stjórnarerindrekstur misheppnast.

Öryggisráðið ber fyrst og fremst ábyrgð á fyrirbyggjandi stjórnarerindrekstri. Ráðið getur beitt staðreyndaleit og eftirliti, það getur fyrirskipað refsiaðgerðir, eða það getur sent friðargæslusveit á staðinn. Aðalframkvæmdastjórinn tekur einnig þátt í fyrirbyggjandi stjórnarerindrekstri, oft með beinni milligöngu og oft með sérstökum fulltrúum eða sérstökum sendifulltrúum. Þessir hæfu, trúnaðarstarfsmenn koma fram sem stjórnendur friðargæslusveita eða friðaruppbyggjandi sveita; þeir eru fulltrúar aðalframkvæmdastjórans í framlengdu samningaferli; þeir sjá um sérverkefni eða aðstoða við að fylgjast með þróun mála.

Einkaaðilar og borgarasamtök geta einnig gegnt hlutverki í fyrirbyggingu átaka, stjórnun og úrlausnum og er það kallað "borgaralegur stjórnarerindrekstur": Í friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum, var það til dæmis lítil, norsk rannsóknarstofnun sem gegndi mikilvægu upphafshlutverki við að ryðja Oslóarsamkomulaginu braut árið 1993.

• Fyrirbyggjandi dreifing

Fyrirbyggjandi dreifinu er ætlað að sjá fyrir "mjóu bláu striki" til að hjálpa til við að koma á trúnaði milli aðila á svæðum þar sem þensla er milli mjög andstæðra hópa. Hingað til hefur aðeins verið um eitt tilfelli af fyrirbyggjandi dreifingu að ræða. Árið 1992 er fyrrum júgóslavneska lýðveldið Makedónía bað um dreifingu hernaðareftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir að hugsanleg átök bærust inn á þeirra landsvæði. Með því að gera þetta, sýndi landið að það var áhugasamara um frið og stöðugleika en um hugsanlega skynjun á erlendum afskiptum. (Sjá Case Studies, aftar.)

• Takmörkun vígbúnaðar

Takmörkun vígbúnaðar byggist á því að minnka fjölda handvopna á svæðum þar sem líkindi eru fyrir átökum. Í Austur-Slóveníu tóku friðarsveitir Sameinuu þjóðanna til dæmis að sér að framfylgja "endurkaupa" verkefni meðal borgaranna. Í Albaníu, stóð Þróunarverkefni Sameinuðu þjóðanna fyrir átaki sem kallast "Vopn fyrir þróun" sem fjallaði um samfélagsþróunarverkefni í skiptum fyrir handvopn og skotfæri. Í El Salvador, Mósambík og annars staðar hafa Sameinuðu þjóðirnar aðstoðað við afvopnun bardagasveita og að safna saman og eyða vopnum þeirra en það var hluti af framkvæmd friðarsamkomulags. Aðrar aðgerðir Sameinuðu þjóðanna hafa beinst að því að hægja á umferð handvopna, einu vopnin sem notuð eru í flestum vopnuðu átökunum sem eiga sér stað í dag. Meðan þessi vopn valda ekki styrjöld eru þau verkfæri til að heyja styrjöld.

• Fyrirbyggjandi friðaraðgerðir

Þegar bardögum loks lýkur er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að hindra að þeir hefjist aftur. Á síðustu árum hafa Sameinuðu þjóðirnar komið sér upp víðtækara aðgengi til að skapa aðstæður sem eru nauðsynlegar til að viðhalda friði. Aðferðirnar geta verið hefðbundin friðargæsla, kosningaaðstoð eða að koma á laggirnar firðargæslustuðningsskrifstofu til að aðstoða við að koma á góðri stjórnun eða virðingu fyrir mannréttindum og stjórnun að lögum. Það geta verið Sameinuðu þjóðirnar einar en einnig fjöldi skrifstofa Sameinuðu þjóðanna og aðrir sem taka þátt í þessum aðgerðum.

Í Guinea-Bissau er, til dæmis, starfrækt friðargæsluskrifstofa Sameinuðu þjóðanna til að samhæfa breytileg viðbrögð við áskoruninni um friðargæslu. (Sjá Case Studies, aftar.) Í Líberíu styðja Sameinuðu þjóðirnar þjóðarsameiningu. Í Guatemala framfylgja Sameinuðu þjóðirnar fjölda friðargæsluaðgerða eftir að átökum lauk þar sem samtökin fylgjast með að friðarsamkomulagið sé haldið, sjá um milligöngu í málum og taka að sér ráðgjöf og almenna upplýsingamiðlun. Í Kambódíu hjálpa Sameinuðu þjóðirnar ríkisstjórninni við átak þeirra er snýr að uppbyggingu þjóðarinnar, þar með talið að styrkja lýðræðislegar stofnanir og aðstoða við að kynna og vernda mannréttindi.

Aðrar aðgerðir miða að fyrirbyggjandi mannúðarstarfsemi og fyrirbyggjandi þróunarstarfsemi

{mospagebreak title=Geta refsiaðgerðir verið skynsamlegar?}

Geta refsiaðgerðir verið skynsamlegar?

"…leyfið mér að minna á að það er ekki nóg aðeins að gera refsiaðgerðir "skynsamlegar". Hvatningin er í því fólgin að ná fram almennu samkomulag um nákvæmt og markvisst umfang refsiaðgerðanna, stilla aðgerðir í hlutfalli við þær og síðan að sjá fyrir nauðsynlegum ráðum. Þetta krefst, hvað snertir Öryggisráðið og aðildarríkin, vilja til ekki einungis að fást við tæknileg starfsvandamál heldur einnig breiðari stjórnmálalegri vandamál um hvernig við tryggjum besta og víðtækasta tilhliðrunarsemi með vilja hins alþjóðlega samfélags hvað snertir ríki sem sýna mótþróa."

Kofi Annan aðalframkvæmdastjóri

Refsiaðgerðir eru Öryggisráðinu mikilvægt verkfæri til að framfylgja ákvörunum sínum. Þær sýna að ráðinu er alvara án þess að nota vopnað vald. Refsiaðgerðir geta verið í því fólgnar að leggja bann við sölu vopna eða við verslun og efnahagslegar takmarkanir. Þær geta verið í formi lokunar á flugumferð eða heimsendingu sendisveita. Yfirleitt beitir Ráðið takmörkunum til að reyna að breyta hegðun ríkisstjórna eða einræðisstjórna sem setja fram hótum gegn alþjóðlegum friði og öryggi. Við aðstæður þar sem átök eiga sér stað, eru refsiaðgerðir sniðnar að því að stytta átökin með því að hindra aðgang að vopnum eða eldsneyti. Á sama hátt, geta refsiaðgerðir verið áhrifamikil verkfæri til að hindra vopnuð átök eða að takmarka dreifingu þeirra.

Jafnframt því sem refsiaðgerðum er ætlað að gefa góðan árangur geta þær skaðað mikinn fjölda manna sem eru ekki beinlínis markhópur þeirra. Í Írak náði einveldisstjórn góðum árangri í afvopnunarátaki sínu en hefur einnig verið ásökuð fyrir að auka mannúðarvandamál. Á öðrum sviðum, flytja ráðamenn kostnað við refsiaðgerðirnar yfir á þá sem minna mega sín, og auðgast í raun á refsiaðgerðunum með því að stjórna dreifingu takmarkaðs forða og þéna á svartamarkaðsbraski. Notkun refsiaðgerða gæti breytt samfélgi til hins verra, þeir sem koma sér undan refsiaðgerðum, til dæmis smyglarar komast efst í efnahagsstigann. Á þennan hátt gætu saklausir borgarar orðið fórnarlömb ekki aðeins eigin ríkisstjórnar heldur einnig fórnarlömb aðgerða hins alþjóðlega samfélags.

Refsiaðgerðir geta einnig reynst vera áhirfalausar eða erfiðar í framkvæmd, og bjóða þá upp á umfangsmikinn undandrátt. Eða að þær eru ekki nægilega markvissar. Hvað snertir átökin í Bosníu, litu mörg ríki á vopnabannið sem verið væri að greiða leið árásaraðilans og að verið væri að neita aðildarríki sáttmálaréttindum sínum um sjálfsvörn. Í sumum tilvikum fást engar bætur fyrir að tapa fyrir nágrannalandi sem sjálft má þola mikið tap sem rekja má til tilhliðrunarsemi stjórnarinnar.

{mospagebreak title=Fullveldi og afskipti af mannúðarmálum}

Fullveldi og afskipti af mannúðarmálum

"Við stöndum frammi fyrir alvarlegri valkreppu. Fáir munu vera ósammála um að bæði það að standa vörð um mannúð og fullveldi eru undirstöðuatriði sem nauðsynlegt er að styðja. Því miður segir það okkur ekki hvaða undirstöðuatriði ættu að vera ráðandi þegar kemur til átaka um þau."

Úr Millenium Report

Í september 1999, bað aðalframkvæmdastjórinn aðildarríkin um að líta nýjum augum á hvaða aðgerðir, þar á meðal afskipti, Sameinuðu þjóðirnar nota gagnvart málum á sviði stjórnmála, mannréttinda og mannúðar. "Frá Sierra Leone til Súdan", sagði aðalframkvæmdastjórinn, "til Angóla og Balkanríkjanna, til Kambódíu og til Afganistan, er fjöldi fólks sem þarfnast meira en bara samúðarorða frá samfélagi þjóðanna. Þeir þarfnast raunverulegra og viðvarandi skuldbindinga til að hjálpa þeim við að losna úr vítahring valdbeitingar".

Aðalframkvæmdastjórinn lagði til að hugtakið afskipti yrði skilgreint breiðara. Það ætti að ná yfir röð aðgerða sem líkjast þeim sem eru ætlaðar til að knýja fram æskilegan árangur. Það ætti einnig að vera samhljóma skuldbindingum sem eiga við viðmiðum fyrir afskipti, hlutdrægnislaust og samrýmanlegt, án tillits til svæðis eða þjóðar.

Í sumum vandamálum er ekki gripið til neinna aðgerða vegna þess að ríki vilja enga íhlutun utan frá eða af því það er ekki þjóðaráhugi fyrir því að grípa inn. Aðalframkvæmdastjórinn lagði til, að á nýrri öld, gæti ný skilgreining um þjóðaráhuga "hvatt ríki til að finna meiri einingu um að fylgja eftir grundvallargildum Sáttmálans eins og lýðræði, fjölræði, mannréttindi og lagastjórnun." Við eru öll mannleg og til verndar almennrar mannúðar ættu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna að geta fundið sameiginlegan grundvöll til að styrkja grundvallaratriði sáttmálans.

Hin hikandi umræða um afskipti er tengd óleystum spurningum um hvernig og hvenær eigi að grípa inn og koma í veg fyrir vopnuð átök. Öll ríki styðja fyrirbyggingu átaka í grundvallaratriðum, en í raun er slíkur stuðningur háður takmörkunum, stundum fjárhagslegum ástæðum, stundum ástæðum sem tengdar eru varðveislu fullveldis. Sum ríki lýsa yfir stuðningi við virkt, forvarnarsinnað Öryggisráð. Þeir geta þess að andstaða við afskipti geti í sjálfu sér endað í veiktu fullveldi á því augnabliki sem vopnuð átök brjótast út. Önnur ríki leggja áherslu á að sérhverja aðgerð sem Öryggisráðið framkvæmir til að innleiða "fyrirbyggjandi menningu" verði að athuga gaumgæfilega. Að þeirra mati mega afskipti ekki rýra landið sem heild. Ef um er að ræða innanlandsóeirðir, vilja löndin ekki gera aðstæður "alþjóðlegar" eða að samþykkja að það séu aðrar lausnir á atökunum en hernaðarlausnir.

{mospagebreak title=Könnun staðreynda}

Könnun staðreynda

• Fyrirbyggjandi stjórnarerindrekstur og friðargæsla: Tajikistan

Arið 1992, stóð Tajikistan frammi fyrir bráðum félagslegum og efnahagslegum vandræðum sem fylgdu á eftir aðskilnaðinum við Sovétríkin. Stöðugleiki þess var ennfremur veikur vegna ættflokkasamtaka, staðbundinnar og stjórnmálalegrar þenslu og ágreiningi milli efahyggjumanna og íslamiskra öfgamanna. Í maí 1992 náðu stjórnarandstæðingar völdum -de facto- en voru sigraðir af stjórnarsveitum átta mánuðum síðar, flúðu til Afganistan og héldu áfram dreifðum vopnuðum átökum hinum megin frá landamærunum. Um mitt árið 1993 höfðu að því er áætlað er 50.000 manns látist, að mestu almennir borgarar, um 600.000 höfðu flosnað upp innanlands og mörg þúsund höfðu flúið land.

Í september 1992 bauð forseti Uzbekistan aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að senda málefnasendinefnd til svæðisins. Sú sendinefnd var síðan leyst af hólmi af stjórnarskrifstofu og síðan litlum hópi stjórnmála-, hernaðar- og mannúðarfulltrúa. Í apríl 1993 gaf hópur til kynna hugsanlega mögnun átaka. Aðalframkvæmdastjórinn brást fljótt við og skipaði þann 26. apríl sérstakan erindreka fyrir Tajikistan til að aðstoða við að ná samkomulagi um vopnahlé og meðal annars að setja upp stjórnarskrifstofu til að aðstoða við að koma af stað sáttaumleitunum.

Þessar aðgerðir fóru að bera ávöxt þegar haldin var röð funda um innanríkismál í Tajik og undirritun tímabundins vopnahlés í september 1994, stofnun umsjónarkerfis og beiðni um hernaðareftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum. Aðalframkvæmdastjórinn bætti fámennum hópi eftirlitsmanna við hóp Sameinuðu þjóðanna þangað til ákvörðum Öryggisráðsins lá fyrir um að koma á fót eftirlitssveit. Sú ákvörðum kom í desember 1994 þegar Öryggisráðið kom á fót Eftirlitssveit Sameinuðu þjóðanna í Tajikistan (UNMOT) . UNMOT aðstoðaði Tajikistan þangað til 15 maí 2000.

• Fyrirbyggjandi aðgerðir: Fyrrum júgóslavneska lýðveldið Makedónía
Á miðju ári 1991 olli upplausn Júgóslavíu vopnuðum átökum milli, meðal og innan ýmissa hópa. Þó að átökin hefðu ekki náð til fyrrum júgóslavneska lýðveldisins Makedóníu, bað forseti þess lýðveldis um viðveru eftirlitsmanna frá Sameinuðu þjóðunum. Umboð þeirra átti í grundvallaratriðum að vera fyrirbyggjandi, það er að segja þeir áttu að fylgjast með og tilkynna um alla þróun sem gæti grafið undan stöðugleika lýðveldisins og ógnað umráðasvæði þess. Í samræmi við þetta, var Liðsafla Sameinuðu þjóðanna, eftirlitsmönnum og borgaralegum lögreglueftirlitsmönnum komið fyrir meðfram landamærasvæðum og þeim heppnaðist að draga úr þenslu, og auðvelduðu stjórnun landamærasvæða og drógu úr átökum á landamærum.

Árið 1994 var viðurkennt að líkleg ástæða til óstöðugleika stafaði af innanríkismálefnum. Stjórnmálastaðan í landinu var gífurlega flókin, að hluta til vegna blöndunar þjóðarbrota í landinu. Spennan var mikil milli ríkisstjórnarinnar og aðila úr hópi albanska þjóðarbrotsins, sem kröfðust umbóta á sviði stjórnmála, efnahagsmála, félagsmála og á menningar- og menntunarstöðu sinni. Það var einnig spenna milli ríkisstjórnarinnar og þjóðernissinna meðal meirihluta Makedóniu þjóðarbrotsins. Auk þessa var efnahagurinn í hnignun og atvinnuleysi var mikið. Í þessu samhengi hvatti Öryggisráðið sérstakan fulltrúa aðalframkvæmdastjórans til að nota stjórnarskrifstofu sína til að stuðla að viðhaldi friðar og stöðugleika. Í framhaldi af því hóf sendisveit Sameinuðu þjóðanna að fylgjast með þróuninni í landinu, þar á meðal að kanna möguleg átakasvæði, með það fyrir augum að stuðla að samkomulagi milli ýmissa hópa. Sendisveitin bauð einnig upp á ad hoc samfélagsþjónustu og mannúðaraðstoð. Öryggisráðið jók smám saman verkefni sendisveitarinnar með því að taka að sér eftirlit og skráningu ólögmæts vopnaflæðis og annarar óleyfilegrar starfsemi.

Þegar sendisveitin var fjölmennust var hún skipuð 1050 herliðum, 35 eftirlitsmönnum, 26 lögreglueftirlitsmönnum og öðrum borgaralegum frá 50 löndum. Í febrúar 1999, lauk umboði þeirrar sveitar Sameinuðu þjóðanna sem hafði með fyrirbyggjandi dreifingu að gera, þegar fastir aðilar að Öryggisráðinu gátu ekki einróma komið sér saman um að viðhalda sendisveitinni.

UNPREDEP var yfirgripsmikil fyrirmynd fyrirbyggjandi aðgerða. Til viðbótar við áður nefndar skyldur tók UNPREDEP þátt í fjölda verkefna sem tengdust góðri stjórnun og lagastjórnun, styrkingu þjóðargetu og innri uppbyggingu, byggingu stofnana og þróun mannlegra auðlinda á stjórnafarslegu og borgaralegu sviði. Sendisveitin starfaði með mörgum hópum í samfélginu og hvatti þá til að leggja sinn skerf af mörkum til þróunar og að þjóna sem fulltrúar fyrirbyggjandi átaka og hvatamenn að lýðræði og mannréttindum. Hún aðstoðaði við að ná fram aþjóðlegri sérfræðikunnáttu með langtímaverkefnum og starfsemi sem miðar að því að styrkja frið og stöðugleika á félagslega sviðinu. Hún vann einnig í náinni samvinnu við fjölda alþjóðlegra samtaka.

• Fyrirbyggjandi afvopnun: Albanía
Albaníu voru meira en hálf milljón vopna, aðallega hálfsjálfvirkar byssur og nokkrar milljónir handsprengja og jarðsprengja í umferð meðal almennra borgara. Árið 1999 hrintu Sameinuðu þjóðirnar í framkvæmd herferðinni Vopnaskipti fyrir Þróun. Innan fárra mánaða var búið að safna saman yfir 5770 vopnum og yfir 100 tonnum að skotfærum í Gramsh héraði einu. Í staðinn, voru um 100 bæir tengdir sína, sem gaf íbúunum tækifæri til að leita aðstoðar frá lögreglu og heilbrigðiskerfi. Einnig var komið upp götuslýsingu í bænum Gramsh.

• Friðargæsla: Guinea-Bissau
Þann 7 júní 1998, brutust út átök milli afla sem fylgdu forseta landsins og þeirra sem fylgdu fyrrverandi yfirmanni heraflans. Forsetinn hafði rekið yfirmann heraflans vegna fullyrðinga um aðild að vopnasmygli til uppreisnarðaðila aðskilnaðarsinna í nágrannalandi. Á næstu fáum mánuðum komust aðilarninr að fjölda samkomulaga sem áttu að greiða fyrir lausn átakanna. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fagnaði samkomulaginu og fór þess á leit við aðalframkvæmdastjórann að han leitaði ráða til að Sameinuðu þjóðirnar gætu aðstoðað Guinea-Bissau í framkvæmd þjóðarsamkomulags.

Í apríl 1999 hafði aðalframkvæmdastjórinn skipað fulltrúa til að leiða stuðningsskrifstofu friðarsveita í Guinea-Bissau. Skrifstofan varð starfhæf á mjög skömmum tíma eftir það og var skipuð erindrekum á sviði stjórnmála og mannréttinda, kosningaerindreka og hernaðarráðgjafa. Eitt af fyrstu verkunum var að vinna að því að skapa aðstöðu til að hægt væri að halda skipulegar og friðsalmlegar, löglegar forsetakosningar.

Frá því að umboðið lá fyrir og þar til nú hefur aðalframkvæmdastjórinn endurskoðað umboð skrifstofunnar þar sem atburðir hafa breytt gangi mála og eðli friðarferlisins. Með samþykki Öryggisráðsins mun skrifstofan verða áfram í Guinea-Bissau þó nokkuð fram á árið 2001. Núverandi verkefni skrifstofunnar eru:

Að styðja þjóðarátak í að treysta og viðhalda friði, lýðveldi og lagastjórnun, þar á meðal að styrkja lýðræðislegar stofnanir.

Að styðja þjóðarátök, þar á meðal það sem varðar borgaralegt samfélgag til eflingar umburðarlyndis og friðsamlegrar lausnar á ágreiningi.

Að hvetja til frumkvæðis sem stuðlar að uppbyggingu trausts og viðhalds friðsamlegra tengsla milli Guinea-Bissau og nágranna og alþjóðlegra samvinnuaðila;

Að leita fylgis við málstað ríkisstjórnar og annarra stjórnmálaflokka til að samþykkja átak um sjálfviljuga afhendingu vopna, ráðstöfun þeirra og eyðingu;

Að skapa stjórnmálaleg frumdrög að forystu í samræmingu og samþættingu aðgerða Sameinuðu þjóða kerfisins í landinu.

Í náinni samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar, þar á meðal Bretton Woods stofnanirnar, að greiða fyrir því að virkja alþjóðlegan stjórnmálalegan stuðning og úrræði til viðreisnar, enduruppbyggingar og þróunar forgansgmála í Guinea-Bissau.

{mospagebreak title=Tillaga að verkefnum fyrir nemendur:}

Tillaga að verkefnum fyrir nemendur:

  1. Veldu svæði þar sem banvæn átök brutust út á áratugnum 1990-2000: Haíti, Chechnya, Agfanistan, Sierra Leone, Rwanda, Burundi, Zaire, Liberia, Súdan, Írak, Bosnía. Leitaðu upplýsinga um: Hverjir áttu aðild að átökunum? Hvaða málefni leiddu til bardaganna? Í hvaða flokk grundvallarorsaka mundir þú flokka þær? Hvaða aðgerir hefur verið gripið til til að stöðva bardagana, eða komast að samkomulagi? Hver hefur tekið þátt í þessum aðgerðum? Hvaða þættir hafa tálmað/stutt ferli í átt að lausn?
  2. Athugaðu ferli refsiaðgerða. Ef til vill gætir þú byrjað á að rannsaka hvaða refsiaðgerðir hafa verið notaðar gagnvart Suður-Afríku. Hversu lengu voru þessar refsiaðgerðir í gildi? Hvers konar refsiaðgerðir voru það? Hverjir stóðu að refsiaðgerðunum? Hver var árangur refsiaðgerðanna? Í hve mörgum öðrum tilvikum hafa refsiaðferðir verið notaðar? Af hverjum? Hvers vegna? Hvaða áhrif hafa þær haft? Hefur hlýðni/undanlátssemi við refsiaðgerðirnar haft neikvæð áhrif á þá sem ekki áttu beina aðild að átökunum? Hver var árangurinn?
  3. Hefur land þitt átt í átökum eða reynt að koma á sættum í átökum í öðru landi? Hvaða málefni gerðu út um þau átök? Hvaða aðgerðum beitti land þitt? Hver átti frumkvæði að afskiptunum? Hver voru viðbrögð almennings varðandi það efni? Hverjir voru stuðningsmenn/andstæðingar afskiptanna? Hvaða rök höfðu báðir aðilar? Leggðu niðurstöður athuganna þinna fyrir bekkinn og kannaðu tilfinningar bekkjarins gagnvart afskiptum? Hvernig er staðan nú?
  4. Veldu átök sem nú er verið að semja um innan Öryggisráðsins. Biddu nemendur í bekknum að setja sig í hlutverk aðila að Öryggisráðinu, rannsakaðu og kynntu dæmi um fund í Öryggisráðinu í bekknum. Upplýsingaskrifstofur Sameinuðu þjóðanna eru mjög fúsar til að leggja til efni sem nota má við slíkar líkingar. Hægt er að komast yfir upplýsingarnar á heimasíðu Sþ: www.un.org Leitið undir aðildarlönd og síðan að heimasíðu fastanefndar Sameinuðu þjóðanna.
  5. Hugleiddu eftirfarandi markmið utanríkisstefnu þjóðar eða hóps sem leggur kapp á utanríkismálefni: félagssálfræðilega þætti (ósk um vald eða endurreisn þjóðarstolts); að tryggja nauðsynlegt hráefni; tryggja markaði; dreifa hugmyndafræði; vernda þjóðaröryggi gegn utanaðkomandi ógnunum; koma til móts við þarfir á viðbótarlandi vegna offjölgunar íbúa; efla þjóðhverf sjónarmið; skapa innbyrðis samheldni; efla sjálfsákvörðun; og styðja mannúðarverkefni. Vinnið í litlum hópum og raðið þremur mikilvægustu þáttunum eftir vægi. Kynnið niðurstöðurnar fyrir bekknum. Veljið eitt ákveðið svæði í framangreindu verkefni (1). Raðaðu þeim markmiðum sem sem þér finnst eiga við í viðeigandi átökum. Berðu samana niðurstöðurnar. Íhugaðu hvaða aðgerðum land þitt tók þátt í varðandi ákveðin átök. Hvaða markmið virðast vera að verki? Ert þú sammála eða ósammála?
  6. Hugleiddu hvaða verkfæri utanríkisstefna þjóðarinnar rúmar til að beita gegn öðru ríki; áróður; stjórnarerindrekstur; viðskiptatengsl; erlend aðstoð; myndun bandalags; viðleitni gegnum alþjóðasamtök eins og Sameinuðu þjóðirnar; viðskiptabann; refsiaðgerðir og aðrar áeggjanir; notkun hernaðarvalds (skrá frá Educational Resources for Preventing Deadly Conflict by the Carnegie Commission on Preventing Deadly Conflicts). Finndu dæmi um notkun hvers einstaks verkfæris. Notaðu dæmi úr reynslu þíns eigin lands þegar það á við. Hvaða verkfæri finnst þér einkum vera áhrifamikil? Hvers vegna? Hvernig eru þessi verkfæri í samanburði við þau sem Sameinuðu þjóðirnar bjóða upp á og sem eru í skránni? Hvernig mundir þú vilja að skattpeningum þínum yrði varið þegar um er að ræða aðgerðir ríkisstjórnar lands þíns samkvæmt stefnu í utanríkismálum? Hvers vegna?
  7. Hugleiddu núverandi svæði þar sem banvæn átök eiga sér stað. Hvernig eru tilfinningaleg viðbrögð þín gagnvart stöðunni? Hvernig mundi þér líða ef átökin snertu þig perónlega? Hugleiddu sjónarmið sérhverrar pesónu sem á hlut að máli? Hvernig gæti þessi staða haft áhrif á þig, fjölskyldu þína, vini, samfélag, land þitt og heiminn allan? Ber þér að gera eitthvað við stöðuna? Hvers vegna? Hvers vegna ekki? Hver gerir það? Hvað mundi ske ef öllum fyndist það sama og þér? Ef þú vildir gera eitthvað hvað myndir þú þá gera? Á hvern hátt mundu þessar aðgerðir koma til móts við þarfirnar? Hver er mögulegur óvæntur árangur af hverri aðgerð? Hvaða valmögulekar virðast bestir? Hvers vegna? Hvaða skref verður þú að taka til að framkvæma valkost þinn? Taktu þau!
  8. Eftirfarandi aðgerðir geta hjálpað til við að leysa grundvallarorsakir ofbeldis. Sem bekkjarverkefni: rannsakið staðbundnar aðgerðir sem framkvæmdar hafa verið og skrifið bréf til viðkomandi persóna eða hópa sem hafa staðið að þeim. Bjóðið þeim að koma í bekkinn og læra um aðferðir til að styðja þessar aðgerðir:
  • Stjórna, minnka, hugsanlega eyða vopnum; kjarnorku-, efna-, og líffræðilegum vopnum
  • Stjórna viðskiptum með heðfðbundin vopn
  • Efla stofnun styrkra, lýðræðislegra ríkistjórna
  • Hvetja til stjórnunar að lögum; áhrifamikið dómskerfi
  • Efla umburðarlyndi og friðsamlega sambúð minnihlutahópa
  • Aðstoða við efnahagslega þróun
  • Efla þróun aðgerða um lausnir mála
  • Vinna að því að bæta heilbrigðiskjör og þjónustu
  • Bæta úr ólæsi
  • Stjórna auðlindum og tækni til að efla þróun fjölmennrar millistéttar

(skrá frá Educational Resources for Preventing Deadly Conflict by the Carnegie Commission on Preventing Deadly Conflicts)

Valið efni
Á veraldarvefnum
www.un.org/peace
www.un.org/news
www.spri.org

Rit:
Preventing War and Disaster: A Growing Global Challenge. Kofi A. Annan
http://www.un.org/Docs/SG/Report99/toc.htm
Promoting social integration in post-conflict situations: Report of the Secretary-General A/AC.253/23, 24 February 2000
Strengthening of the United Nations System capacity for conflict prevention. Joint Inspection Unit. A/50/853, 22 December 1995
Preventing Deadly Conflict: Final Report. Carnegie Commission on Preventing Deadly Conflict, Carnegie Corporation of New York, 1997. http://www.ccpdc.org/pubs/rept97/finfr.htm
The Causes of conflict and the promotion of durable peace and sustainable development in Africa: Report of the Secretary-General. A/52/871-S/1998/318
http://www.un.org/ecosocdev/geninfo/afrec/sgreport/index.html
Progress report of the Secretary-General on the implementation of the recommendations contained in the report on the causes of conflict and the promotion of durable peace and sustainable development in Africa. S/1999/1008.

Línurit

Vopnuð átök í heiminum
(frá Facing the Humaniterian Challenge: Towards a culture of prevention, bls. 9)