Allsherjarþing krefst stöðvunar blóðbaðsins

0
500

GA Syria

16. maí 2013. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna krefst þess að „pólitískum umskiptum“ verði hraðað í Sýrlandi enda sé það “besti kosturinn til þess að leysa deilur friðsamlega”. 
107 ríki greiddu tilllögu þessa efnis atkvæði í gær en tólf voru á móti og 59 sátu hjá. Í ályktuninni lýsti Allsherjarþingið vanþóknun á sífellt meira mannfalli en Sameinuðu þjóðirnar telja að tugir þúsunda hafi látist í átökum í Sýrlandi. Í ályktuninni er þungavopnanotkun sýrlenska hersins fordæmd og lýst andúð á “umfangsmiklum brotum á mannréttindum og grundvallar frelsi.”

Einnig er lýst ánægju með að sýrlensk stjórnarandstöðuöfl hafi sameinast og sagt að bandalag þeirra sé kjörinn aðili til að eiga hlut að viðræðum um” pólitísk umskipti.” Arabaríki áttu frumkvæðið að ályktuninni en þar er alþjóðasamfélagið hvatt til þess að veita þeim ríkjum sem tekið hafa við sýrlenskum flóttamönnum “brýnan” fjárhagslegan stuðning . Þar er einnig farið fram á að sérstakur erindreki Mannréttindaráðs samtakanna gefi Allsherjarþinginu skýrslu innan 90 daga um mannréttindi fólks sem er á flótta innanlands í Sýrlandi.

Mynd: Atkvæðagreiðslan á Allsherjarþinginu í gær. SÞ-mynd/Evan Schneider.