Að glæða hagvöxt og tryggja stöðugleika

0
873

?? 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum ??

Alþjóða bankinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn eru oft nefndir einu nafni Bretton Woods-stofnanirnar. Eru þær kenndar við Bretton Woods í New Hampshire í Bandaríkjunum en ákvörðun um stofnun þeirra var tekin á fundi 43 ríkja þar í júlí 1944.

75 ára afmæli SÞ
75 ára afmæli SÞ

Markmiðið var að greiða fyrir enduruppbygginu eftir eyðileggingu Síðari heimsstyrjadarinnar og að efla alþjóðlega samvinnu í efnahagsmálum.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (The International Monetary Fund (IMF)) eru samtöðk 190 ríkja. Þeim er ætlað að gæða samvinuu í gjaldeyrismálum, tryggja fjármálastöðugeika og auðvelda alþjóða viðskipti. Einnig að tryggja hátt atvinnustig, sjáfbæran hagvöxt og að draga úr fátækt um allan heim.

Aðalhlutverk IMF er án vafa að tryggja stöðugleika alþjóða gjaldeyriskerfisins. Það er gengisskráningarkerfi og alþjóðlegt greiðslukerfi. Það gerir ríkjum og þegnum þeirra kleift að eiga í viðskiptum sín á milli. Árið 2012 var hlutverk sjóðsins útvíkkað. Nú tekur umboð hans einnig til allra málefni sem snerta þjóðhagslega- og fjármálalega þætti og hafa áhrif á stöðugleika í heiminum.

Alþjóða bankinn

Alþjóða bankinn sinnti í upphafi engurupbyggingu eftir Síðari heimsstyrjöldina. I dag er Alþjóða bankinn alþjóðleg samtök sem berjast gegn fátæki í heiminum. Það gerir hann með þróunaraðstoð við mið- og lágtekjuríki. Hann veitir lán og sérfræðilega ráðgjöf jafnt við einka- sem opinbera geirann. Markmiðið er að uppræta fátækt og hjálpa fólki að hjálpa sér sjálfu.

Bretton Woods samkomulagið gerði upphaflega ráð fyrir alþjóðlegri viðskiptastofnun. Það var þó ekki fyrr en á tiúnda áratug tuttugust aldar sem Alþjóða viðskiptastofnunin (WTO) leit dagsins ljós.