Alþjóðadagur gegn spillingu: Íslendingar eftirbátar annarra Norðurlandabúa

0
348
Spilling
Danir og Finnar eru síst spilltustu þjóðir heims að mati Transparency International. Mynd: Febiyan/Unsplash.

Alþjóðadagur gegn spilling. Heimurinn stendur andspænis mörgum af stærstu áskorunum, sem undanfarnar kynslóðir hafa þurft að glíma við. Þær ógna velmegun og stöðugleika fólks um allan heim. Spillingarfaraldurinn er samofin mörgum þeirra. 9.desember Alþjóðadagur gegn spillingu.

Spiling hefur neikvæð áhrif á öll svið samfélagsins. Hún þrífst þar sem átök og óstöðugleiki ríkja og grefur undan félagslegri og efnahagslegri þróun og lýðræðislegum stofnunum og réttarríkinu.

Spilling
Þar sem lýðræði ríkir, þrífst spilling síður. Mynd: Michael Matlon / Unsplash

Markmið Alþjóðadagsins, að þessu sinni, er að beina kastljósinu að tengslum baráttu gegn spillingu og friðar, og friðar, öryggis og þróunar. Til grundvallar liggur sú sannfæring að það sé réttur og skylda hvers og eins að takast á við þennan glæp. Einungs með samvinnu og þátttöku hvers og eins og sérhverrar stofnunar er hægt að komast hyfir neikvæð áhrif þessa glæps.

  Lýðræði er kjarna-gildi

 Lýðræði liggur til grundvallar starfi Sameinðu þjóðanna. Þær efla góða stjórnunarhætti, styðja borgaralegt samfélag í viðleitni til að efla lýðræðislegar stofnanir og reikningsskil, tryggja sjálfsákvörðun fyrrverandi nýlendna og aðstoða við samningu stjórnarskráa að loknum átökum.

Spilling getur grafið undan trausti fólks á ríkisstjórnum og öðrum opinberum stofnunum. Rúmlega 60% íbúa Evrópusambandsríkja segjast treysta þessum stofnunum töluvert eða mikið. Þá treysta 56% Evrópusambandinu.

Fjögur Norðurlandanna efst á lista

Spilling
Þess er minnst í ár að 20 ár eru liðin frá undirritun sáttmála til höfuðs spillingu.

Transparency International tekur árlega saman spillingarlista, sem er þekktasti mælikvarði í heimi á þetta fyrirbæri. Ríki þar sem borgaraleg og pólítisk réttindi eru virt eiga oftast best með að halda aftur af spillingu. Þannig hafa Norðurlöndin ætíð komið vel út úr þessari mælingu. Árið 2021 voru Danmörk og Finnland jöfn í fyrsta til þriðja sæti ásamt Nýja Sjálandi. Noregur og Svíþjóð komu í humátt á eftir í fjórða til sjötta sæti ásamt Singapúr. Ísland var töluvert neðar eða í þrettánda til sautjánda sæti. 

 Norðurlöndin innan ESB treysta eigin stofnunum oftast betur en evrópskum stofnunum.  Danir, Finnar og Svíar treysta stjórnvöldum óvenjulega vel. Rúmlega 60% Dana og Finna telja stjórnvöld í löndum sínum takast vel upp í baráttunni gegn spillingu og aðeins 20% þeirra telja spillingu stórt vandamál.

20 ár eru í ár liðin frá undirritun Alþjóðlegs sáttamála gegn spillingu og er þema Alþjóðadagsins gegn spillingu helgað því.