Alþjóðlega vatnsvikan: vatnsfrekar gallabuxur

Vatn. Vatnsvikan. Athygli hefur beinst að tísku- og textíliðnaði í heiminum á Alþjóðlegu vatns-vikunni, sem staðið hefur yfir þessa viku í Stokkhólmi.

Textíl-iðnaðurinn í heiminum er afar umsvifamikill, veltir árlega andvirði 1.3 trilljónar Bandaríkjadala, og veitir 300 milljón manns atvinnu í allri virðis-keðjunni.

En hann er afar vatnsfrekur, þúsundir lítra af vatni þarf við framleiðslu aðeins einnra gallabuxna. Þannig er talið að milljarðar rúmmetra vatns séu notaðir árlega í tískuiðnaðinum. Það magn myndi fullnægja vatnsþörfum fimm milljóna manna.

Svo dæmi um vandann má nefna að rekja má  20 % mengunar frá iðnaði í heiminum til litunar og vinnslu textíls.

Frækorn breytinga

Markmið Vatnsvikunnar í Stokkhólmi er að efna til umræðna háttsetts fólks um vatn, loftslag og sjálfbærni-umbyltinguna. Þátttakendur koma úr röðum ríkisstjórna og ríkiskerfis, auk vísinda-, rannsókna og fræðasetra. Þema umræðnanna í ár er Frækorn breytinga: Skapandi lausnir fyrir vatns-snjallan heim.

Vatnsvikan 2023. Mynd: SIWI.
Vatnsvikan 2023. Mynd: SIWI.

Heimsmarkmiðin í vanda

Forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna Csaba Kőrösi minnti á mikilvægi komandi leiðtogafundar um Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun í New York í haust, eftir innan við mánuð.

„Ástandið er alvarlegt hvað Heimsmarkmiðin varðar,“ sagði Csaba Kőrösi. „Langt er í land með að hrinda flestum þeirra í framkvæmd. Aðeins um 12% eru á áætlun.

Csaba Kőrösi, forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, var á meðal ræðumanna. Mynd: SIWI.
Csaba Kőrösi, forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, var á meðal ræðumanna. Mynd: SIWI.

Rinaldo hlaut Stokkhólms vatns-verðlaunin

Ítalski vatnafræðingurinn Andrea Rinaldo hlaut vatnsverðlaunin sem kennd eru við Stokkhólm, en þeim hefur verið líkt við Nóbelsverðlaun vatnsins.

Andrea Rinaldo hlaut vatnsverðlaunin. Mynd: SIWI
Andrea Rinaldo hlaut vatnsverðlaunin. Mynd: SIWI

Alþjóðlega vatnsvikan (World Water Week) er helsta árlega ráðstefna, sem haldin eru um vatnsvandamál heimsins og hefur verið haldin frá 1991.