Vatn. Vatnsvikan. Athygli hefur beinst að tísku- og textíliðnaði í heiminum á Alþjóðlegu vatns-vikunni, sem staðið hefur yfir þessa viku í Stokkhólmi.
Textíl-iðnaðurinn í heiminum er afar umsvifamikill, veltir árlega andvirði 1.3 trilljónar Bandaríkjadala, og veitir 300 milljón manns atvinnu í allri virðis-keðjunni.
En hann er afar vatnsfrekur, þúsundir lítra af vatni þarf við framleiðslu aðeins einnra gallabuxna. Þannig er talið að milljarðar rúmmetra vatns séu notaðir árlega í tískuiðnaðinum. Það magn myndi fullnægja vatnsþörfum fimm milljóna manna.
Svo dæmi um vandann má nefna að rekja má 20 % mengunar frá iðnaði í heiminum til litunar og vinnslu textíls.
Frækorn breytinga
Markmið Vatnsvikunnar í Stokkhólmi er að efna til umræðna háttsetts fólks um vatn, loftslag og sjálfbærni-umbyltinguna. Þátttakendur koma úr röðum ríkisstjórna og ríkiskerfis, auk vísinda-, rannsókna og fræðasetra. Þema umræðnanna í ár er Frækorn breytinga: Skapandi lausnir fyrir vatns-snjallan heim.
Heimsmarkmiðin í vanda
Forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna Csaba Kőrösi minnti á mikilvægi komandi leiðtogafundar um Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun í New York í haust, eftir innan við mánuð.
„Ástandið er alvarlegt hvað Heimsmarkmiðin varðar,“ sagði Csaba Kőrösi. „Langt er í land með að hrinda flestum þeirra í framkvæmd. Aðeins um 12% eru á áætlun.
Rinaldo hlaut Stokkhólms vatns-verðlaunin
Ítalski vatnafræðingurinn Andrea Rinaldo hlaut vatnsverðlaunin sem kennd eru við Stokkhólm, en þeim hefur verið líkt við Nóbelsverðlaun vatnsins.
Alþjóðlega vatnsvikan (World Water Week) er helsta árlega ráðstefna, sem haldin eru um vatnsvandamál heimsins og hefur verið haldin frá 1991.