Alþjóðlegi menntadagurinn helgaður baráttu gegn hatursorðræðu

0
81
Skólastofa. Menntun er besta vörnin gegn hatursorðræða.
Menntun er besta vörnin gegn hatursorðræða. Mynd: National Cancer Institute.

Alþjóðlegi menntadagurinn. Hatursorðræða. UNESCO, Mennta-, vísinda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna beinir kastljósinu að hatursorðræðu á Alþjóðlega menntadeginum 24.janúar 2024. Menntun og kennarar hafa lykilhlutverki að gegna í að takast  á við hatursorðræðu. Hún hefur magnast á undanförnum árum í skjóli samfélagsmiðla og hefur oft og tíðum grafið undan samheldni samfélaga.

Hatursorðræða. Maður með orðið hatur fest á andlitið
Hatursáróður. Mynd: Ali Choubin/ Unsplash

Gerir ofbeldi ásættanlegt

  Hatursorðræða er olía á eld fordóma og mismununar og getur stuðlað að ofbeldi og gert það ásættanlegt. Þetta hefur færst mjög í aukana samfara meiri útbreiðslu samfélagsmiðla, að ekki sé minnst á nýtt og viðvarandi hamfarástand í ýmsum heimshornum. Hatursorðræða á samfélagsmiðlum getur við slíkar aðstæður snert öryggi heilla samfélaga um víða veröld. UNESCO hvetur á þessum degi aðildarríki sín til að setja menntun í forgang sem úrræði til að efla samfélög, sem hafa mannlega reisn og frið að leiðarljósi.

Menntun er besta vörnin

Hröð útbreiðsla hatursáróðurs er ógn við öll samfélög. Menntun er okkar besta vörn og ber að vera miðlæg í allri friðarviðleitni. Til þess að árangur náist þarf að þjálfa kennara og aðstoða kennara sem eru fremstir á víglínunni til að vinna bug á þessu fyrirbæri.

UNESCO mun 24.janúar efna til eins dags þjálfunar á netinu. Nokkur þúsund kennurum um allan heim verður boðið að taka þátt í þjálfun, sem snýst um að afbyggja hatursorðræðu. Ætlunin er að útvega þeim úrræði til þess að greina, takast á við og hindra hatursoðræður-tilfelli. Þessi þjálfun er hluti af aðgerðum UNESCO til að aðstoða aðildarríkin og kennarastéttina við að nota menntun gegn hatursorðræðu.

Hatursorðræða blossað upp

"Þú ert dauður" krassað á vegg á ensku.
„Þú ert dauður“ krassað á vegg á ensku. Mynd: Jolly Crawfor/Unsplash

Hatursfull skilaboð og samsæriskenningar, sem beinast gegn ákveðnum samfélögum, með það fyrir augum að gera þau að blóraböggli hefur margeflst á samfélagsmiðlum og annars staðar á netinu. Í nýlegri könnun UNESCO og IPSOS í sextán ríkjum kom í ljós að 67% svarenda höfðu séð hatursorðræðu á netinu.  85% höfðu áhyggjur af hvaða áhrif upplýsingaóreiða hefði á samborgara sína og töldu þetta alvarlega ógn, sem græfi undan stöðugleika samfélaga.

Eftir hryðjverkaárás Hamas á Ísrael segjast samtökin Anti-Defamation League hafa orðið vör við 337% aukningu and-gyðinglegra athafna í Bandaríkjunum, 320% í Þýskalandi og 961% í Brasilíu miðað við fyrra ára. Aukning er 818% í Hollandi á síðustu 3 árum.

úrræði menntunar í þágu veranlegs friðar

Menntun býður upp á ýmis tækifæri til að vega að rótum hatursáróðurs og vekja nemendur, á hvaða aldri sem er, til vitundar um í hvaða líki hann birtist og hvaða afleiðingar hann hefur, hvort heldur sem er á netinu eða annars staðar. Þar á meðal er að auka hæfni til bera kennsl á hatur og óréttlæti, og auka virðingu fyrir fjölbreytni og mannréttindum. Þá er þýðingarmikið að kenna að greina mörkin á milli hatursorðræðu og tjáningarfrelsis.

 Árið 2023 birti UNESCO vegvísi um hvernig taka beri á hatursorðæðu í krafti menntunar (“Addressing hate speech through education”) til að aðstoða þá sem ákvarðanir taka við að efla stefnumótun á þessu sviði. Stofnunin hefur einnig eflt starf sitt við að breiða út vegvísi sinn til að styrkja andtpyrnu við höfðu kynþáttahyggju og takast á við kynþáttahatur í skólabókum, auk haturs á gyðingum í og með menntun að vopni.

Sjá nánar:

Alþjóðlegi menntadagurinn 2024.  

Úrvals-námskeið UNESCO: „Að afbyggja hatursorðræðu“.

Rit UNESCO: „Að takast á við hatursorðræðu með menntun: vegvísir við ákvarðanatöku“.

Ráðgjöf UNESCO um menntun í þágu friðar, Mannréttinda og Sjálfbærrar þróunar

Hvatt til setningu stafrænna hátternisreglna.