COVID-19: Árangur Íslands í að bjarga mannslífum með bólusetningum sá þriðji besti í Evrópu

0
74
Bólusetningar COVID-19
Mynd: CDC/Unsplash

COVID-19. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin. Bólusetningar hafa fækkað andlátum af völdum COVID-19 um að minnsta kosti 57% og bjargað 1.4 milljónum manna á Evrópusvæði Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Flestum mannslífum í öllum aldursflokkum var bjargað í Ísrael eða en þar var 75% fækkun, en Malta og Ísland komu þar á eftir en þar fækkaði um 72% og 71%.

Flestir af þeim sem bjargað var eru yfir sextugt. Það er sá hópur, sem er í mestri hættu að veikjast alvarlega eða deyja af völdum SARS-CoV-2 veirunnar. Fyrsta aukabólusetningin bjargað ein og út af fyrir sig 700 þúsund mannslífum.

Alnæmisdagurinn
Mynd Þorkell Þorkelsson

Þetta eru helstu niðurstöðu úttektar WHO/Europe. Þar kemur fram að 2.5 milljón andlát af völdum COVID-19 hefðu getað orðið allt að 4 milljónir án bólusetninga.

„Við höfum ætíð lagt áherslu á mikilvægi COVID-19 bólusetninga, sérstaklega fyrir eldra fólk og veikburða,“ sagði Hans Kluge, forstjóri WHO í Evrópu. „Þessi rannsókn sýnir árangur þeirra ríkja sem hlýddu ráðleggingum. Niðurstöðurnar eru óyggjandi.“

Frá því COVID-19 faraldurinn braust út hafa 277 miljón tilfelli verið skráð og rúmlega 2.5 milljónir týnt lífi á Evrópusvæði WHO sem telur 53 ríki í Evrópu og Mið-Asíu.

COVAX Svíþjóð
Mynd: Mehmet Turgut-Kirkgoz/Unsplash

Gagnsemi bólusetninga

Í skýrslunni kemur fram að dauðsföllum hafi fækkað um 57% í aldursflokknum 70–79 og 54% á aldursbilinu 60–69 ára. Dauðsföll voru 52% færri á aldrinum 50. Hæsta hlutfallið var síðan hjá þeim sem eru yfir áttrætt en á því aldursbili dró úr dauðsföllum um 62%.

Á aldursbilinu 25 til 49 dró önnur bólusetning úr dauðsföllum, sem samsvarar 48%.

Í úttekt WHO/Europe kemur fram að flestum lífum var bjargað með bólusetningu þegar Omicron afbrigðið var afgerandi eða frá desember 2021 til apríl 2023.

Flestum mannslífum í öllum aldursflokkum var bjargað í Ísrael eða 75% minnkun en Malta og Ísland komu þar á eftir en þar fækkaði um 72 og 71%.

Að lífa með COVID-19

Nú þegar vetur konungur herjar á norðurhvel jarðar, fjölgar COVID-19 tilfellum þar, og sama máli gegnir um aðrar öndunarfæra veirur á borð við infúensu og RSV.

Alþjóðleg bólusetningarvika
Bóluefni. Mynd; Loey Felipe/UN Photo

„COVID-19 er ekki farin. Við höfum aðeins lært að lifa með henni,“ sagði dr Kluge. „Stór hluti samfélagsins er kominn með ónæmi vegna bólusetningar, sýkingar eða hvort tveggja. Flest okkar getum metið okkar eigin áhættu og þá hættu sem við setjum aðra í. Og ef við eveikjumst og erum með COVID-19 eða flensu, þá vitum við flest að það er best að vera heima og fjarri öðrum.“