Alþjóða fíkniefnaráðið (INCB)

0
515

Ólöglegri lyfsölu beint að ungu fólki á samskiptavefjum

opíumÓlögleg lyfsala er stunduð í vaxandi mæli á internetinu með ólögleg eða lyfseðilsskyld lyf. Þessu er í sívaxandi mæli beint að ungu fólki á samskiptavefjum, segir í árlegri skýrslu Alþjóða fíkniefnaráðsins (International Narcotics Board (INCB)) sem kom út í dag.

Forseti ráðsins, Hamid Ghodse, benti á þegar skýrslan var kynnt í Vínarborg í dag að “ólögleg lyfsala á netinu færir sér í nyt samskiptavefi til að laða viðskiptavini að heimasíðum sínum. Stórum hópum, ekki síst ungu fólki, stafar hætta af þessum hættulega varningi enda telur Alþjóða heilbrigðismálastofnunin að helmingur lyfja sem er til sölu á netinu svikinn.”  

INCB hvetur ríkisstjornir til að skera upp herör gegn ólöglegri lyfsölu á netinu og leggja hald á efni sem hefur verið keypt ólöglega á netinu og smyglað til viðtakenda með pósti.


Helstu önnur atriði skýrslunnar eru þessi:
•    Norður-Ameríka var stærsti markaður fyrir ólögleg lyf árið 2010.
•    Ólögleg ræktun kannabis-plantna hefur aukist verulega í Vestur- og Mið-Evrópu. Kannabis-plöntur eru ræktaðar í stórum stíl, aðallega innandyra, oft og tíðum með þátttöku skipulagðrar glæpahópa. Evrópa er næst stærsti markaður heims fyrir kókaín.  
•    Smygleiðum kókaíns til Evrópu hefur fjölgað og aukið magn fer nú um Norður-Afríku. Kókaínmagn sem lögregla lagði hald á í Austur-Evrópu jókst gríðarlega á árinu 2010.
•    Könnun sem gerð var 2011 sýnir að 5% af þeim sem svöruðu í aldurshópnum 15 – 24 höfðu notað ólögleg lyf. Evrópa er stærsti markaðurinn fyrir ópíumefni og heróínneysla er hættulegust heilsu og grandar flestum allra eiturlyfja.  
•    Vestur-Asía er þungamiðja ólöglegrar ræktunar valmúa sem ópíumefni eru unnin úr. Veruleg aukning varð þar í ræktun árið 2011. Ástæða er til að óttast að framleiðsla aukist enn frekar á næstunni af þremur ástæðum:
–    aukning framboðs á landi undir ræktun í fleiri héruðum í Afganistan en áður.
–    hækkun á verði til bænda.
–    fyrirhugaður samdráttur hersveita innan ISAF í Afganistan.
–    
Í INCB skýrslunni er lögð áhersla á nauðsyn þess að hjálpa jaðarsamfélögum við að glíma við eiturlyfjavandanna. Í slíkum jaðar samfélögum sem eiga við erfið vandamál að etja, er oft lítil félagsleg samloðun og því geta félagsleg vandamál, þar á meðal eiturlyfjaneysla, valdið enn meiri skakkaföllum en ella. Þetta getur valdið félagslegum óróa og ofbeldisverka af því tagi sem sést hafa í borgum um allan heim að undanfrörnu og geta haft áhrif á þjóðfélög í heild sinni. Þetta ógnar því ekki aðeins þessum einstöku samfélagsgeirum heldur getur reynst ógn við stöðugleika langt utan þeirra.