Alheimsaðgerðir í þágu einhverfra

0
469


Autism

2. apríl 2012: Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til aðgerða á heimsvísu til höfuðs “óásættanlegu” misrétti, misnotkun og einangrun sem jafnt einhverfir sem aðstanendur þeirra þurfi að sæta í heiminum. Í ávarpi á árlegum alþjóðlegum degi vitundar um einhverfu, 2. apríl, bendir Ban á að einhverfa sé ekki bundin við einstök ríki eða heimshluta og því ætti alþjóðlegi dagurinn að vera hvatning til að grípa til hnattrænna aðgerða.
 “Fólk sem glímir við einhverfu eru fullgildir þegnar og ættu að njóta allra mannréttinda og grundvallar frelsis,” segir Ban.  
Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti í desember 2007 að ár hvert skuli haldinn Alþjóðlegur dagur vitundar um einhverfu í því skyni að vekja athygli á þessari andlegu röskun.

Einkenni einhverfu eru ma. :
•    skert færni til að taka þátt í félagslegum samskiptum
•    skert færni í máli og tjáskiptum
•    sérkennileg og áráttukennd hegðun
Í ávarpi sínu bendir Ban á að þótt einkenni einhverfu birtist fyrst í æsku, fylgi hún einstaklingnum alla ævi.   
“Starf okkar með einhverfum ætti ekki að einskorðast við skjóta greiningu og meðferð, heldur einnig meðferð, menntunarúrræði og önnur skref sem miða að áframhaldandi, ævilangri eftirfylgni.”
Póstþjónusta Sameinuðu þjóðanna gefur út sex frímerki í tilefni dagsins og tvö fyrstadags umslög sem tileinkuð eru vitund um einhverfu. Þau eru skreytt myndum eftir einhverfa listamenn.